Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 34
30
BÚNAÐARRIT
nierkar náttúruminjar, er bæri að varðveita, yrðu varð-
ar gegn eyðileggingu. Náttúruverndarráð er skipað
fulltrúum frá ýmsum stofnunum, er einhver afskipti
hafa af slíkum málum. Asgeir Pétursson, sýslumaður,
er formaður ráðsins. Aðrir ráðsmenn eru: Náttúrufræð-
ingarnir dr. Finnur Guðniundsson, dr. Sigurður Þór-
arinsson og Ingólfur Davíðsson, tilnefndir af Náttúru-
gripasafninu, Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, til-
nefndur af Skógrækt ríkisins, Sigurður Thoroddsen,
verkfræðingur, tilnefndur af Verkfræðingafélagi Is-
lands, og Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri,
tilnefndur af stjórn Búnaðarfélags Islands. Ráð þetta
liafði nokkra fundi s. 1. ár og hefur bafizt banda um
ýmis störf, eftir því sem lögin mæla fyrir.
4. Dýraverndunarnefnd. Samkvæmt lögum um dýra-
vernd skijiaði menntamálaráðuneytið nefnd, er kölluð
er dýraverndunarnefnd. Hún er skipuð 5 mönnum og
eru þeir þessir: Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir, og er
bann jafnframt formaður nefndarinnar. Aðrir nefnd-
armenn eru: Sigurður E. Hlíðar, samkvæmt tillögum
Dýralæknafélags Islands, Þór Guðjónsson, veiðimála-
stjóri, samkvæmt tillögum hins íslenzka náttúrufræði-
félags, Þorsteinn Einarsson, fulltrúi, samkvæmt tillög-
um Dýraverndunarfélags Islands, og Steingrímur
Steinþórsson, búnaðarmálastjóri, samkvæmt tillögum
Búnaðarfélags Islands. Nefnd þessi liefur haldið
nokkra fundi, samið frumvarp að reglugerð samkvæmt
áðurnefndum lögum og fleira, er ráðuneytið liefur
falið lienni, en nefndin skal vera ráðuneytinu til að-
stoðar og ráðuneytis um framkvæmd laga um dýra-
vernd.
Sigurður E. Hlíðar, yfirdýralæknir, andaðist 18. des.
s. I. Sigurður Hlíðar var góður maður og gegn, var bún-
aðarþingsfulltrúi um langt skeið og gegndi fjölmörgum
stiirfum öðrum í þágu landbúnaðarins á langri starfs-
ævi.