Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 39
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
35
Alþingi framlengingu á Búnaðarmálasjóðsgjaldinu til
byggingarinnar fyrir næstu 4 ár. Yar það í samræmi við
samþykkt Búnaðarþings í fvrra og aðalfundar Stéttarsam-
bands bænda í sumar.
Þessi greinargerð er tekin saman af Sænmndi Friðriks-
syni, framkvæmdastjóra byggingarinnar.
Lokaorð
Ég læt Iiér með starfsskýrslu minni lokið fyrir árið
1962. Um leið og ég lýk þessari skýrslu og afliendi Biin-
aðarþingi bana, vil ég færa öllum samstarfsmönnum mín-
um við félagið beztu þakkir fyrir góða samvinnu á liinu
liðna starfsári. Samstarfsmenn mínir liafa, eins og undan-
farin ár, verið samvinnuþýðir og hollráðir í minn garð.
Mesta ástæðu bef ég þó til að þakka stjórn Búnaðarfé-
lagsins fyrir það, hve samvinnuþýð og velviljuð liún lief-
ur ávallt verið og fært til betri vegar það, sem mér liefur
orðið á í starfi.
Nú um þessi áramót læt ég af störfum við Búnaðarfé-
lagið, enda má segja, að setið sé meðan sætt er. Mér er
það vel ljóst, og bef þó einkum fundið til þess þetta síð-
asta ár, að ég er ekki orðinn fær um að gegna störfum
svo í lagi sé við þessa stofnun. Ég lief því mikið að þakka,
þegar ég nii kveð ykkur, félagar góðir, sem ég lief starfaö
með í langan tíma. Þegar ég lauk síðustu starfsskýrslu,
sagði ég að lokum: „Ég tel, að starfsfólk félagsins liafi
yfirleitt unnið af áliuga og dugnaði og sýnt Búnaðarfélagi
fslands Irúnað í livívetna“.
Þetta læt ég vera mín lokaorð nú, þegar ég lýk þess-
ari síðustu starfsskýrslu minni.
Reykjavík 11. jan. 1963.
Steingrímur Steinþórsson.