Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 42
33
BÚNAÐARRIT
ef enginn þeirra, eftir langt starf, ælti að verða fær um
að taka að sér forstöðustarfið.
Steingrímur Steinþórsson mætti sem sé takmörkuðum
velvilja innan veggja Búnaðarfélags Islands fyrstu daga
sína þar. En það stóð ekki lengi. Enginn gat staðizt til
lengdar þann drengskap, réttsýni og velvilja, sem ein-
kenndi lians daglega starf lijá Búnaðarfélagi Islands frá
fyrsta til síðasta dags.
Ég flvt Steingrími alúðarfyllsta þakklæti um leið og ég
árna lionum og lians skylduliði alls góðs á komandi árum.
Þá vil ég jafnframt bjóða dr. Halldór Pálsson velkominn
í starf búnaðarmálastjóra. Hann hefur hlotið sína starfs-
þjálfun að mestu levti hjá Búnaðarfélagi Islands og kem-
ur því að hinu nýja starfi eftir réttri leið. Ég árna lion-
um allra heilla.
Ásgeir L. Jónsson.
Jar'ðrœhtarráðunauturinn
Starfsemin hefur verið svipuð og undanfarin ár.
1. Fyrstu mánuðum ársins var varið til að gera upp,
endurskoða og úrskurða reikninga vegna skurðgraftar
með skurðgröfum á árinu 1961.
Af þeim tölum, sem fyrir liggja um áramót 1962—-
1963, sést, að um áframhaldandi samdrátt á skurðgrefti
hefur verið að ræða á árinu 1962.
Eflirfarandi yfirlit sýnir þá þróun í uppþurrkun lands,
sem verið hefur á s. I. árum.
Skurógröjtur:
Ár Lengd í kin Rýini niillj. ni3 Kosln. millj. kr.
1957 941,8 4,194 16.658
1958 940,9 4,093 16.260
1959 904,5 3,893 16.163
1960 744,0 3,272 15.700
1961 641,0 2.804 13.691
1962 áætlaiV 2,500