Búnaðarrit - 01.01.1963, Blaðsíða 46
42
BUNAÐARRIT
7. Nokkrar breytingar verða gerðar á fræblöndum frá
S.l.S. á árinu 1963. Helztu breytingarnar eru, að felldar
verða niður nokkrar frætegundir, sem tilraunir bafa
sýnt, að ekki er hagkvæmt að nota. 1 stað 2ja fræblandna
verða nú þrjár, er nefnast A-blanda, B-blanda og
C-blanda.
A-blandan samanstendur af: vallafoxgrasi, túnvingli og
vallasveifgrasi.
B-blandan samanstendur af: báliðagrasi, túnvingli,
skriðlíngresi og vallasveifgrasi.
C-blandan sainanstendur af: rýgresi og axlinoðapunti.
A-blandan á að koma í stað þeirrar almennu blöndu,
sem verið liefur.
B-blandan er fyrir þá staði, þar sem kalhætta er, og
staði, þar sem barðviðrasamt er.
C-blandan er fyrir þá, sem bafa þörf fyrir uppskeru á
fyrsta ári, og þá, sem vilja endurvinna tún sín á nokk-
urra ára fresti. Þeir bændur, sem lenda í miklu kali, ættu
ekki að liika við að endurvinna strax að vori nokkuð af
kallandinu og sá í það C-blöndunni til þess að fá góða
uppskeru samsumars.
8. 1 Vélanefiul og Verkfæranefnd bef ég starfað eins
og að undanförnu. Verkfæranefnd befur á undanförnum
árum búið við þröngan kost fjárbagslega, en á fjárlög-
um ársins 1963 hefur framlag til nefndarinnar verið
bækkað um 50%.
Hækkun þessi á að gera það kleift að auka prófanir og
atbuganir frá því, sem verið liefur. Þeim bændum fjölg-
ar alltaf, sem kynna sér, livort vélar og verkfæri liafi
verið prófuð bérlendis, áður en þeir festa kaup á þeim.
Þetta liefur orðið til þess, að innflytjendur liafa vandað
betur innflutninginn og leita í æ ríkari mæli til nefnd-
arinnar um atbuganir á vélum og verkfærum, sem þeir
byggjast flytja inn.
9. Efnabagssamvinnustofnunin í París, OECD, bauð
íslenzku ríkisstjórninni að senda mann á alþjóðlegt bún-