Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 49
SKYRSLUR STARFSMANNA
45
leggja út tilraunir á eftirtöldum stöðum: Hvolsvelli,
Mörk, Axarfirði, Hlöðum, Eyjafirði og Efri-Brú, Gríms-
nesi. Þessar tilraunir voru gerðar til að rannsaka áhrif
af misstórum skömmtum af lyfinu Herbatox DT 45 (24.5
-T-Hormón) á lyng og kjarr, enn fremur var gerður
samanburður á ábornum og óábornum reitum. 1 þessum
mánuði lagði ég út smáreiti með ýmsum nýjum illgresis-
eyðingarlyfjum. Um miðjan júní fór ég í sumarfrí, en
það er í annað skipti, síðan ég kom til Búnaðarfélags Is-
lands, sem ég hef gert það. Jafnframt fór ég ásamt fleir-
um liéðan á aðalfund NBC í Þrándlieimi. I lok júlí kom
ég úr sumarleyfinu og fór j)á fljótlega eftirlitsferð á þá
staði, ])ar sem ég bafði sprautað mismunandi lyfjum fvrr
um sumarið, einnig reyndi ég að kanna, livernig gengið
befði með nýja lyfið Iso-Cornox, því satt að segja ])ótti
mér nóg um, bversu geysileg notkun var af því urn vorið.
Næstu tvær vikurnar fór ég ýmsar stuttar ferðir um Suð-
urland, upp í Borgarfjörð og vestur á Snæfellsnes. Vest-
ur í Reykhólasveil fór ég ásamt Guðmundi Jósafatssyni,
tókum við þar upp ýmislegt efni til flutnings í útvarp,
sumt af því liefur verið flutt. Ut þennan mánuð var ým-
islegt að snúast í sambandi við lyfjanotkunina. Fyrstu
lielgina í september var ég beðinn að mæta á bændaliá-
tíð Strandamanna, sem haldin var í Freyvangi í Stein-
grímsfirði. Þann 3. sept. fórum við Ingvi Þorsteinsson
norður til að kanna árangurinn af úðuninni með 2.4.5.T,
og er því var lokið, fórum við austur á Hvolsvöll og síð-
an austur í Grímsnes. Um miðjan sept. fór ég með bún-
aðarmálastjóra norður í Skagafjörð. Frá því fvrst í októ-
ber og frarn að áramótum bef ég aðallega starfað á skrif-
stofunni.
Handbók bænda
Síðasta Handbók var sú þriðja í röðinni, sem ég bef
ritstýrt. Mér til mikillar ánægju hefur salan aukizt all-
verulega þessi þrjú ár, og Handbækurnar frá 1961 og