Búnaðarrit - 01.01.1963, Qupperneq 50
46
BÚNAÐARRIT
1962 seldust algjörlega upp, þrált fyrir það að upplagið
liafði verið aukið verulega.
Ég lief verið nokkuð gagnrýndur fyrir að sleppa ýmsu
efni úr bókinni og einnig fyrir niargt nýtt, sem tekið
hefur verið upp. Nú er alltaf hægt að deila um það, hver
hefur á réttu að standa. Ef salan minnkar, þá skal ég
viðurkenna, að ég liafi liaft rangt fyrir mér, og vík þá
til hliðar og gef fúslega eftir ritstjórn Handbókarinnar.
En ég hef ekki viljað fallast á, að slíkar liandbækur þurfi
endilega að vera leiðinlegar. 1 Noregi er gefin út Vasa-
bók handa bændum, sú er talin leiðinlegasta bók, sem í
því landi er gefin út, enda fáir, sem kaupa liana, eftir
því sem mér hefnr verið sagt. Rétt er að geta þess, að út-
gáfa Handbókarinnar her sig vel.
Illgresiseyðing
Eins og undanfarin ár liefur aðalstarf mitt verið að
leiðbeina í notkim illgresiseyðingarlyfja, jafnframt því,
sem ég hef gert þó nokkuð af atliugunum með ný lyf. Á
síðastliðnu sumri var notað óhemju magn af nýju lyfi,
Iso-Cornox, árangur lijá bændum varð misjafn, en þar
sem ég liafði sett út reiti með mismunandi skömmtum
af lyfinu og á tilraunastöðvunum varð árangur mjög góð-
ur af notkun þess. Austur-Skaftfellingar hafa kvartað
einna mest yfir lyfinu og kenna því uppskerubrest þann,
sem varð á kartöflum þar í sýslu síðastliðið haust. Að
vísu var í einni blaðafrétt sagt, að nýtt lyf gegn kartöflu-
myglu liefði dregið svona úr uppskerunni. Sennilega stafar
þetta af misskilningi, því Maneb-lyf draga örugglega ekki
úr uppskeru, en það myglulyf notuðu þeir.
Nauðsynlegt er að rannsaka þetta fyrirbrigði í A,-
Skaftafellssýslu. Nú er vitað, að sett var niður mjög seint
á nokkrum stöðum, ekki fyrr en um miðjan júní, og síð-
an voru kuldar og þurrkar, sem liáðu sprettu allt sum-
arið fram á haust. Eflaust voru einhverjir, sem úðuðu
eftir að kartöflugrösin komu upp og liafa á þann hátt