Búnaðarrit - 01.01.1963, Síða 51
SKYRSLUR STARFSMANNA
47
dregið úr uppskeru, en aðrir liafa úðað á réttum tíma, en
of litlum skammti (liæfilegt er ca. 8—12 1/lia.) til að
vinna á arfanum, og í þriðja lagi er sá möguleiki, að úð-
að hafi verið á réttum tíma og réttu magni og garður-
inn haldizt arfalaus allt sumarið, en sökum þurrka liafi
sprottið verr þar, sem enginn arfi var en þar, sem arfi
kom upp og var haldið niðri með verkfærum. 1 þurrkatíð
er nauðsynlegt að losa yfirborð garðlanda öðru hvoru,
til að koma í veg fyrir of mikla uppgufun vatns iir jarð-
veginum, en þar sem ekkert illgresi vex, er þetta oftast
látið ógert. í mikilli vætutíð kemur það ekki að sök, þótt
jarðvegsyfirborðið sé ekki losað, en í þurrkatíð er þetta
nauðsynlegt.
Nýtt lyf, sem lieitir Stam, var nokkuð reynt í kartöflu-
garða, það sakaði ekki kartöflugrösin, þótt upp væru
komin, en vann ekki nægilega á arfanum. Simazin var
einnig reynt á nokkrum stöðum, gafst það ekki sem verst,
en dálítið varasamt er að nota það í kartöflugarða. Yms
önnur lyf voru reynd, bæði mismunandi skammtar og
blöndur af lyfjum, bæði í kartöflugarða og sáðsléttur.
Hentugasta lyfið gegn arfa í sáðsléttum reyndist vera
Iso-Cornox.
Nýtt lyf var reynt gegn illgresi í gulrótum, heitir það
Propazin. Gafst J)að mjög vel, og er trúlegt, að þegar á
þessu ári muni garðyrkjubændur hætta við arfaolíuna
og nota Propazin í staðinn. Það kostar ca. 40.00 krónur
á 1000 m2 að nota Propazin, en allt að 1200.00 krónum
að nota arfaolíu.
Fræ og fræinnflutningur
Nokkur afskipti hef ég liaft af fræinnflutningi. Á ár-
inu 1960 skrifaði ég Felleskjöpet í Osló og spurðist fyrir
um, livaða möguleika J)eir heföu á að útvega fræ af Eng-
nio vallarfoxgrasi liingað til lands. Þeir töldu ekkert J)ví
til fyrirstöðu, ef tekin væri upp samningsbundin frærækt
við einhverja aðila hér á landi. I samráði við húnaðar-