Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 52
48
BÚNAÐARISIT
málastjóra skrifaði ég þeim aftur og óskaði eftir, að
samningsbundin frærækt yrði liafin og ábyrgðist jafn-
framt sölu á 40 tonnum af fræi af Engmo. Þessi ræktun
bófst. Á síðastliðnu ári var svo í fyrsta skipti uppskorið
fræ af þessu Engmo vallarfoxgrasi, sem sáð var 1961. Ég
sarndi síðan við Felleskjöpet urn að selja Sambandi ísl.
samvinnufélaga 30 tonn af fræinu og Mjólkurfélagi
Reykjavíkur 10 tonn, svo að í vor verður vonandi nægi-
legt til af þessu fræi, en undanfarin ár bafa aðeins örfá
tonn verið flutt bingað til lands. Enn fremur samdi ég
við danskan bónda, P. Jörgensen Tornemark, að taka að
sér frambaldsræktun af 6 raða byggi, afbrigðunum Flöja
og Sigurkorn. Þessi framhaldsræktun tókst vel, svo nú í
janúar sendir liann hingað tæ]) 14 tonn af Flöja og 7
tonn af Sigurkorni. Það má segja, að þetta liafi komið sér
vel nú eftir slæmt liaust, því mjög erfitt er að fá lientugt
afbrigði af 6 raða byggi erlendis l'rá.
Miðstjórn norrænu bændasamtakanna (NBC)
Á síðastliðnum vetri var ég kosinn í stjórn NBC, í svo-
kallaða ritaranefnd, í henni á sæti einn fulltrúi frá bverju
Norðurlandanna. 1 lok febrúar mætti ég ásamt Sveini
Tryggvasyni, framkvæmdastjóra, á stjórnarfundi í sain-
tökunum í Stokkbólmi. Þar voru rædd ýms félagsmál og
ákveðin dagskrá aðalfundarins, sem haldinn var í Þránd-
beimi í júní síðastliðið sumar.
Ég bef þurft að starfa ýmislegt fyrir NBC, m. a. skrifa
skýrslu um landbúnaðinn árið 1961 og smjör- og smjör-
líkisneyzlu hér á landi síðastliðin 10 ár. Jafnframt meðal-
neyzlu á íliúa af mjólkurfeiti þetta árabil.
Útvarpsfræðslan
Ég lief ásamt Jóbannesi Eiríkssyni starfað í útvarps-
fræðslunefnd Búnaðarfélags Islands. Sáurn við um
„bændavikuna“ og dagskrárþátt, sem fluttur var á Jóns-
messukvöld í útvarpinu. Við Jóbannes höfum revnt að