Búnaðarrit - 01.01.1963, Síða 56
52
BÚNAÐARRIT
því að græða upp og fegra í kringum hús og stað, enda
er þar inikið af nýbyggðum íbúðarhúsum. Hins vegar er
tími lítill h já flestum til slíkra starfa, og faglærða menn
skortir tilfinnanlega þar sem og annars staðar, til þess
að annast slík störf. Um mánaðamótin maí—júní efndu
Búnaðarfélag Islands og Æskulýðsráð Reykjavíkur til
kynningar á landbúnaðarstörfum meðal barna í Reykja-
vík, er liöfðu bug á að komast í sveit, aðstoðaði ég við
þessa starfsemi í nokkrar stundir. Strax á eftir ferðaðist
ég í vikutíma um Arnessýslu, aðallega í erindum við
garðyrkjubændur. Um miðjan júní tók ég mér ferð á
hendur vestur á Snæfellsnes samkvæmt beiðni, er borizt
liafði frá Sambandi breiðfirzkra kvenna. Hélt ég fræðslu-
fundi í Ólafsvík og Stykkisbólmi og sýndi myndir, en
þátttaka var mjög dauf á báðum stöðum, enda bafði
þannig veður gengið yfir norðanvert Snæfellsnes nokkr-
um dögum fyrir koinu mína, að ömurlegt var áborfs með
gróður í flestum görðum, og mun það örugglega bafa
dregið mjög úr ábuga fyrir ræktun. Frá Stykkishólmi bélt
ég á nokkra bæi í Helgafellssveit og Skógarströnd, síðan
á Hellissand, Breiðuvík og Staðarsveit. Ráðgert liafði
verið, að ég heimsækti félagskonur í Grundarfirði, en
þannig liittist á, að þær brugðu sér í skemmtiför um
svipað leyti og ég kom vestur, og voru ekki komnar til
baka, er ég liafði lokið ferðalagi mínu á öðrum svæðum
Snæfellsness. Ég var nokkuð sleginn yfir því, liversu illa
för mín bafði verið kynnt af Sambandinu þar vestra,
liins vegar voru móttökur alls staðar frábærar. Eftir
þetta ferðalag brá ég mér enn austur í Árnessýslu og dvaldi
þar hjá garðyrkjubændum frain að mánaðamótum júní—
júlí og setti þá bifreiðina á verkstæði í nokkra daga. Á
ný lagði ég land undir fót um 10. júlí og fór austur að
Gunnarsbolti og í Fljótshlíð. Kom ég við á Hellu og at-
liugaði þar svæði fyrir trjágarð. Síðan lagði ég leið mína
í Biskupstungur og sat stofnfund Garðyrkjubændafélags
uppsveita Árnessýslu, sem lialdinn var í Aratungu að