Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 58
54
BÚNAÐAURIT
niðri á Fjörðunum sá ég grózkuleg sitkagrenitré, enda
munu skilyrði þar henta þeirri trjátegund betur en flest-
um öðrum. Garðar virtust allvíða í kringum íbúðarhús,
en fornaldarlegt skipulag — ef þá skipulag skal kalla —
einkennir þá flesta og gerir þá erfiða í liirðingu, og vill
því verða ábótavant í þeim efnum. Að undanskildum
trjáplöntum, sem framleiddar eru til sölu á gróðrarstöð-
inni á Hallormsstað, er mjög erfitt fyrir Austfirðinga að
fá plöntur til gróðursetningar á vorin. Plöntur verður
annað livort að panta alla leið frá Akureyri eða frá
Reykjavík. Á Flateyri við Reyðarfjörð er þó lítil gróðrar-
stöð rekin af norskum garðyrkjumanni, sem nú er ís-
lenzkur orðinn. Gallinn er þó sá, að stöðin er alltof lítil,
aðeins eitt 30—40 m2 olíukynt gróðurliús, og eru því
ekki tök á að ala mikið upp af plöntum. Það yrði tví-
mælalaust mikil lyftistöng fyrir garðræktarfólk á Aust-
urlandi, ef stofnsett væri gróðrarstöð einhvers staðar þar
miðsvæðis, sem legði stund á alhliða uppeldi og rækt-
un með þarfir almennings fyrir augum. Á leið minni að
austan kom ég við á gróðrarstöðvunum á Hveradölum í
Reykjahverfi og að Brúnalaug við Eyjafjörð. Upp úr
miðjum ágúst ferðaðist ég á ný til gróðrarstöðva í Borg-
arfirði og Biskupstungum og lauk þeirri för um mánaða-
mót ágúst—sept. Fram að miðjum september var ég að
mestu í Reykjavík og nágrenni. Þann 16. september
flaug ég til Parísar og sat fund á vegum O. E. C. D. Kom
ég ekki úr þeirri för fyrr en 3. október. Nokkru síðar
heimsótti ég ýmsar gróðrarstöðvar á suðurlandsundir-
lendi á ný, og þann 29. okt. mætti ég á fundi lijá Sölu-
félagi garðyrkjumanna í Reykjavík og hélt erindi um
áburðargjöf matjurta og sýndi skuggamyndir. Um miðjan
nóvember fór ég austur í sveitir í fáeina daga og í des-
ember var ég utanbæjar í tvo daga. Alls mætti ég og
liélt erindi á 13 fundum á árinu, og voru fundarmenn
395 að tölu.