Búnaðarrit - 01.01.1963, Síða 59
SIvYRSLUR STA RFSMANNA
55
Utanför
Dagana 17.—19. september var lialdinn í París fundur
fulltrúa aðildarríkja Efnahags- og samvinnustofnunar
Evrópu (OECD) um alþjóðastöðlun á ávöxtum og græn-
meti. Hafði íslandi verið boðið að senda fulltrúa á ráð-
stefnu þessa, og varð úr, að ég sækti hana.
Samkvæmt samþykktum, er gerðar voru á fundi OECD
þann 20. febr. 1962, liefur á vegum stofnunarinnar verið
unnið að því að undanförnu að móta og leggja drög að
samræmdu flokkunarkerfi fyrir ofangreindar fram-
leiðsluvörur aðildarríkjanna.
Tilgangur fundarins var að kanna ástaiul og afstöðu
landa með tilliti til að hrinda þessu máli í framftvæmd,
ennfremur að ræða ýmis tæknileg og stjórnskipuleg
vandamál í sainbandi við stöðlunina. Voru lagðar frarn á
fundinum tilbúnar flokkunarreglur um epli og perur, og
var rætt nokkuð um þær. Ennfremur voru lögð frani
frumdrög að flokkun á tómötum, blómkáli, lauk, salali,
ferskjum, aprikósum og plómurn. I undirbúningi eru
bæklingar um flokkun á blómkáli, tómötum, salati og
ferskjum, og á árinu 1963 eiga að vera tilbúnar reglur um
lauk, jarðarber, aprikósur, plómur og asparagus (spergil).
Gengið mun endanlega frá öðrum tegundum eins fljótt
og auðið er.
Nú þegar liafa ellefu ríki innan OECD fallizt á að taka
þátt í samvinnu urn þetta mál. Við Islendingar erum þó
ekki með, enda erum við engir stórframleiðendur á sviði
avaxta og grænmetis. Hins vegar flytjum við árlega inn
nokkurt magn ávaxta og grænmetis frá ýmsum Evrópu-
löndum, og fyrir innflutningslönd er liagstæð framvinda
jiessa máls ekki svo lítið atriði. Þess vegna álít ég, að við
ættum að vera virkir þátttakendur í þessu starfi, og yfir-
leitt taka þátt í samvinnu urn öll málefni aðildarríkja
OECD, sem mega verða landbúnaði okkar til eflingar
og framdráttar.