Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 76
72
BÚNAÐARRIT
a?i verkefni vorn ekki fyrir nema tæplega % af skurð-
gröfum Vélasjóðs.
Skurðgröftur með gröfum sjóösins varð tæplega
1.500.000 m3, og hefur ekki verið grafið svo lítið síðan
1951. Er það óheillavænleg þróun, að framræsla minnki
verulega, því að Iiún er undirstaða ræktunar, og Jand
þarf að standa nokkur ár framræst, áður en það er
hrotið lil ræktunar. Væri æskilegt, að bændur ættu kost
á lánum til nokkurra ára til þess að standa straum af
framræslukostnaði, enda yrði þá meira grafið á hverj-
um bæ, og reksturinn yrði hagkvæmari.
A árinu tók ég þátt í tveim þriggja vikna námskeið-
um, sem haldin voru af Iðnaðarmálastofnun íslands, í
vinnurannsóknum og vinnuhagræðingu. Á árinu 1961
hafði ég tekið þátt í einu slíku námskeiði, því fyrsta í
þessum flokki námskeiða.
Þátttaka mín í þessum námskeiðum er fyrst og fremst
miðuð við þarfir Vélasjóðs, enda kostuð af honum. Stjórn
Búnaðarfélags Islands veitti mér góðfúslega frí frá störf-
um, til þess að ég gæti tekið þátt í námskeiðunum. Er ég
henni þakklátur fyrir.
Vinnurannsóknir og vinnuhagræðing eru nú all mikið
á döfinni. Er að því stefnt að koma á betri og hagkvæm-
ari vinnuhrögðum, auka með því framleiðni og bæta
kjör jieirra, sem störfin vinna, jafnframt því sem liagn-
aður fyrirtækja eykst.
Skurðgröfustjórar á skurðgröfum Vélasjóðs hafa unn-
ið í ákvæðisvinnu í nokkur ár. Skurðgröfustjórar leggja
hart að sér og hafa aukið afköstin gífurlega. Vélasjóður
hagnast á auknum afköstum og getur haldið skurðgröfu-
leigunni mjög lágri, en það er að sjálfsögðu hagur bænda.
3. Verkfæranefnd
Ég átti sæti í Verkfæranefnd og starfaði þar eins og
að undanfömu. Nefndin liafði með liöndum véla- og
verkfæraprófanir ásamt heyvinnutilraunum. Niðurstöð-