Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 77
SKÝKSLUR STAKFSMANNA 73
ur prófana og tilrauna eru birtar árlega í skýrslum Yerk-
færanefndar.
4. Önnur störf
Ég var á árinu skipaður í nefnd ásamt Eiríki Eylands,
forstöðumanni Áhaldahúss vegagerðarinnar, og Pétri
Péturssyni, forstjóra Innkaupastofnunar ríkisins, til þess
að rannsaka rekslrar- og viðlialdskostnað híla og vinnu-
véla ríkisfyrirtækja.
Hefur nefndin lialdið marga fundi og skilað tillögum
um endurnýjun bílakostsins. Starfar hún enn að rann-
sókn vinnuvélanna.
5. Utanferðir
Ég fór tvisvar utan á árinu.
Um miðjan maí fór ég ásamt Hjalta Pálssyni, frarn-
kvæmdastjóra Véladeildar S. 1. S., á landbúnaðarsýningu
í Miinchen og þaðan til Finnlands að skoða lokræsaplóg
prófessors Kaitera í vinnu. Varð sú för til þess, að við
festum kaup á plóginum, sem er frumsmíð og liefur
aðeins verið notaður í tilraunaskyni í Finnlandi.
Plógurinn var reyndur lítillega að Ási í Holtum síð-
astliðið sumar, og síðan var ræst með lionurn ÍB1^ ha
mýri í Hofslandi á Kjalarnesi.
Var mýrin ræst með ræsum, sem voru að lengd 277
m, 309 m og 604 m. Ræst var í opna skurði. Fjarlægðir
milli lokræsanna voru breytilegar, frá 6 m upp í 20 m.
Tilgangurinn með tilraun þessari er að iiðlast ein-
bverja liugmynd um, livað liæfilegt er að hafa langt
milli ræsa við svipaðar aðstæður, hve löng ræsin megi
Vera og hve ört landið þornar, enn fremur hvernig og
hve fljótt gróðurfar breytist við þurrkunina.
Plógurinn þarf 10—15 tonna dráttarátak eða belta-
vél af gerðinni International TD-18 eða TD-20 eða Cater-
pillar D-7.
Hann gerir ræsi, sem eru 20x30 cm í þverskurð í allt