Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 79
SKYRSLUR STARFSMANNA
75
Sauðfjárræktarfélögin
Árið 1961 nutu 123 sauðfjárræktarfélög framlags úr
ríkissjóði samkvæmt búfjárræktarlögum fyrir starfsemi
á árinu 1959—’60. I þessum félögum voru á skýrslu 37773
ær og 1581 I. verðlauna hrútur, sem framlag var greitt á.
Niðurstöður úr skýrslum þessum voru birtar í 75. árg.
Búnaðarritsins.
Árið 1962 nutu 120 sauðfjárræktarfélög framlags sam-
kvæmt búfjárræktarlögum fyrir starfsemi á árinu 1960—
’61. Yar ])að 3 félögum færra en árið áður. Á skýrslu voru
40556 ær og 1604 I. verðlauna hrútar, sem framlag var
greitt á. Niðurstöður úr þessum skýrslum verða birt-
ar í þessum árg. Búnaðarritsins. Skýrslur bárust frá 5 fé-
lögum, sem ekki sendu skýrslur fyrir árið 1959—’60,
þrjú þeirra voru nýstofnuð, Sf. Gufudalslirepps, Sf. Sproti
í Lýtingsstaðalireppi og Sf. Hegri í Bípurhreppi, en tvö
böfðu liætt starfsemi um skeið, Sf. Fellahrepps og Sf.
Holtahrepps. Níu félög, sem starfað liafa undanfarin ár,
sendu ekki skýrslur árið 1960—’61. Þau voru: Sf. Akra-
ness, Sf. Reykjarfjarðarhrepps, Sf. Þverárhrepps, Sf.
Torfalækjarhrepps, Sf. lltliluta Hofslirepps, Sf. Vísir,
Arnarneslireppi, Sf. Fljótsdalshrepps, Sf. Norðfjarðar-
lirepps og Sf. Rangárvallahrepps. Er leitt, að svo mörg
félög skidi liafa hætt starfsemi í bili, og vonandi liefja
þau flest eða öll starfsemi sína að nýju á þessu ári.
Sauðf j árræktarbúin
Sjö sauðfjárræktarbú nutu framlags samkvæmt bú-
fjárræktarlögum fyrir starfsemi ársins 1959—’60, en að-
eins 6 nutu framlags fyrir árið 1960—’61. Búið á Valda-
liek í Vestur-Húnavatnssýslu sendi ekki skýrslu fyrir það
ár. Guðmundur M. Eiríksson á Valdalæk, sem starfrækt
l'efur búið frá stofnun þess, hefur nú að mestu hætt
oúskap og sonur hans tekið við. Hefur ekki verið óskað