Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 82
78
BUNAÐARRIT
ur-Húnavatnssýslu Halldór Pálsson, Sigfús Þorsteinsson
op Egill Bjarnason og á Snæfellsnesi Hjalti Gestsson,
Leifur Kr. Jóhannesson og Bjarni F. Finnbogason, ráðu-
nautur Búnaðarsambands Dalamanna.
Undirritaður liefur, ásamt Arna G. Péturssyni og Hjalta
Gestssyni, ritað grein um lirútasýningarnar liaustið 1961,
sem birtist í 75. árg. Búnaðarritsins. Ritgerðir um sýning-
arnar Iiaustið 1962 og um afkvæmasýningarnar 1961
munu verða birtar í 76. árg. Búnaðarritsins.
Fundahöld og fyrirlestrar
Dagana 26.—30. marz 1961 mætti ég á 4 fjölsóttum
fundum á Suðurlandi og flutti |>ar erindi um sauöfjár-
rækt. Fundir þessir, sem Búnaðarsamband Suðurlands
boðaði til, voru haldnir að Hellu á Rangárvöllum, Skóg-
um undir Eyjafjöllum, Selfossi og Flúðum í Hrunamanna-
hreppi. Héraðsráðunautar búnaðarsambandsins mættu
einnig á fundunum og tóku þátt í fundarstörfum.
Þá mætti ég, að ósk Búnaðarsambands Skagfirðinga, á
fundum um sauðfjárrækt, er baldnir voru að Hólum í
Hjaltadal og í Varmahlíð í fyrri hluta apríl 1961. Ég
flutti erindi á þessum fundum um sauðfjárrækt ásamt
Agli Bjarnasyni, ráðunaut búnaðarsambandsins. Á Hóla-
fundinum tóku skólastjóri og kennarar mikinn þátt í
umræðum. Voru fundir þessir Iiinir fjörugustu.
Þá mætti ég á fundi í Aratungu í Biskupstungum 6.
desember 1962 ásamt Kristjáni Karlssyni, erindreka Stétt-
arsambands bænda, og Ingva Þorsteinssyni, sérfræðingi
í gróðurrannsóknum hjá Búnaðardeild Atvinnudeildar
Háskólans. Fundur þessi var baldinn á vegum Ræktunar-
sambandsins Ketilbjörn, og var rælt urn sauðfjárrækt og
ræktun og vernd gróðurs í afréttum. Fundurinn var fjöl-
sóttur og stóð frá kl. 9.30 síðdegis til kl. 5 að morgni.