Búnaðarrit - 01.01.1963, Síða 86
82
BUNAÐARRIT
stigi frá fæðingu til fullorðinsaldnrs. Hver kind var svo '
ýtarlega rannsökuð, að livert líffæri var vegið, allir vöðv-
ar aðgreindir og hver vöðvi veginn sér, allt kjöt skafið
af beinum og hvert bein vegið og einnig fitan. Fjölmörg
sýnisliorn voru einnig tekin til efnagreiningar. Verk
þetta var vel á veg komið, er ég fór frá Nýja-Sjálandi, og
mun því verða lokið í apríl í ár. Sem dæmi um kostnað-
inn við þetta verk má nefna, að það tók 15 manns einn
dag að slátra liverri kind og aðgreina og vega öll líffæri,
vöðva og bein með þeirri nákvæmni, sem til þurfti.
Auk þessa starfs átti ég viðræður við marga nýsjálenzka
búvísindamenn, bæði þá, sem unnu við stofnunina og
annars staðar, um liin fjölmörgu óleystu viðfangsefni á
sviði búfjárræktar og livernig Iiaganlegast væri að vinna
að þeim. Slíkar samræður eru hinar gagnlegustu vegna
þess, að á þann hátt kynnast menn skoðunum hvers ann-
ars og reynslu.
Þá flutti ég nokkra fyrirlestra við húvísindadeildir
þeirra tveggja háskóla í Nýja-Sjálandi, sem hafa kennslu-
deildir í landbúnaði, en það er í Massey Agricultural
College á Norðureyjunni og Lincoln Agricultural College
á Suðureyjunni. Enn fremur flutti ég erindi á bænda-
námskeiðum. Meðal annars flutti ég erindi um sauðfjár-
rækt Islendinga á námskeiði, sem haldið er árlega á
Ruakura Animal Research Station til að kynna árangur
starfsemi stofnunarinnar, en það námskeið sóttu í ár 6000
bændur. Ég fékk tækifæri til þess að ferðast víðsvegar
um Nýja-Sjáland og kynnast búskapnum þar. Hér er ekki
rúm til þess að skýra frá því, sem þar bar fyrir augu, en
þó skal eftirfarandi tekið fram: Landið er framúrskar-
andi vel fallið til grasræktar og búfjárræktar vegna ágæts
loftslags og landrýmis. Bændur á Nýja-Sjálandi standa
öllum bændum framar varðandi grasræktina og hafa
óspart notað vísindin til að leysa úr fjölþættum vanda-
málum í sambandi við'hana. Þeir liafa á undanförnum
áratugum tileinkað sér hina fullkomnuslu verktækni í