Búnaðarrit - 01.01.1963, Síða 87
SKYRSLUR STARFSMANNA
83
sambandi við búskap og hafa komizt að raun um það,
að vinnuaflið, sem er mjög dýrt í Nýja-Sjálandi, notast
á liagkvæmastan hátt með því að hafa búskapinn sem
einhæfastan. Því nær allir bændur eru einyrkjar og hafa
annað hvort eingöngu mjólkurkýr eða eingöngu sauð-
fé og þá stundum líka ljoldanaut. Kornrækt er lítið sejn
ekkert stunduð, og álíta Ný-Sjálendingar, að liagkvæni-
ara sé að stunda grasrækt en kornrækt alls staðar, þar
sem úrkoma er svo mikil, að grasrækt er auðveld. Dvöl
mín í Nýja-Sjálandi jók mjög trii mína á framtíð íslenzks
landbúnaðar, þótt loftslag hér sé margfalt kaldara. Eitt
er víst, að framtíð íslenzks landbúnaðar byggist á því, að
við ræktum og bætum landið, en treystum því ekki, að
náttiirugæðin ein án aðstoðar mannsins veiti ótakmark-
aða möguleika. Sú þjóð, sem ekki hagnýtir nútímavís-
indi og veitir fjármagni lil þess að bæta land sitt, á ekkí
glæsilega framtíð.
Þann 11. ágúst fór ég frá Nýja-Sjálandi af stað heim á
leið, loftleiðis. Flaug ég yfir Kyrrahafið og Norður-Amer-
íku. Þar eð ég hafði farseðil í liringferð um hnöttinn, þótti
mér leitt, ef ég gæti ekki notað tækifærið til þess að
koma við á nokkrum stöðum í Kanada og Bandaríkjun-
um á lieimleiðinni. Ætlaði ég mér 1 mánuð í lieimferð-
ina. Sótti ég um styrk til OECD í París til þess að heim-
sækja nokkrar lielztu búvísindastofnanir í Kanada og
Bandaríkjunum. Var mér veittur ferðastyrkur sem for-
stjóra Búnaðardeildar til 14 daga ferðar um Ivanada og
Bandaríkin, til að kynna mér framkvæmdastjórn og
skipulag tilraunamála. Kom þessi styrkur mér að góðum
notum, þótt ég yrði sjálfur að kosta 18 daga ferðar minn-
ar í Norður-Ameríku. Ég heimsótti eftirtalda háskóla og
rannsóknastöðvar: I Bandaríkjunum: Búnaðardeild
Kaliforníuháskóla í Davis, Californíu, Búnaðardeild liá-
skóla Norður-Dakota-ríkis í Fargo, Norður-Dakota, Biin-
aðardeild liáskólans í Minnesota í St. Paul, Minnesota,
og liina miklu landbúnaðarrannsóknastöð Bandaríkja-