Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 89
SKTRSLUK STAKFSMANNA
85
að starfa samkvæmt XI. kafla laga nr. 48, 28. maí 1957 urn
landnám, ræktun og byggingar í sveitum. Ég er formað-
ur nefndarinnar. Nefndin liefur ekkert starfað á árunum
1961 og 1962 vegna þess, að ekkert fé liefur fengizt til
starfsemi liennar.
A árinu 1961 liinn 9. júní var ég skipaður af landbún-
aðarráðuneytinu í 6 manna nefnd, undir formennsku
Árna G. Eylands, landbúnaðarfulltrúa, við Sendiráð Is-
lands í Osló, til að endurskoða lög um loðdýrarækt og
innflutning búfjár. Nefndin skilaði áliti í ágústmánuði.
Skipt um störf
í ársbyrjun 1963 skipti ég um starf hjá Búnaðarfélagi
Islands. Ég bef verið ráðinn búnaðatmálastjóri frá 1.
janúar 1963. Ég bef starfað lijá Búnaðarfélagi Islands í
rúman aldarfjórðung sem ráðunautur í sauðf járrækt. Það
starf hefur verið mjög ánægjulegt, og á ég margs að
minnast. Samstarf við liúsbændur mína, bæði stjórn fé-
lagsins og búnaðarmálastjóra og alla starfsmenn Bún-
aðarfélags Islands liefur verið bið ákjósanlegasta og ekki
síður samstarfið við bændur um land allt. Ég vil af al-
hug þakka öllum þessum aðilum liið góða samstarf og
vona, að það megi haldast á komandi árum.
Steingrímur Steinþórsson lætur nú af starfi sem bún-
aðarmálastjóri, eftir að bafa gegnt því embætti síðan
1935, nema á því 6 ára tímabili, er liann var forsætisráð-
lierra og síðar landbúnaðarráðlierra.
Við þetta tækifæri vil ég þakka Steingrími Steinþórs-
syni sérstaklega, live frábær búsbóndi liann hefur verið
í Búnaðarfélagi Islands. Hann er einlægur drengskapar-
maður, sem auðvell er að leita til með hvers konar vanda-
mál. Hann er hollráður og beilráður og leysir ætíð livers
manns vanda á þann bezta liátt, sem unnt er. Það er gæfa
að fá að vinna undir stjórn slíks manns, sem Steingrímur
Steinþórsson er.
Þá vil ég einnig færa Steingrími Steinþórssyni þakkir