Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 90
86
BUNAÐARRIT
fyrir giftudrjúga forystu í búnaðarmálum og félagsmálum
bændastéttarinnar í ineira en aldarfjórðung og fyrir öll
lians fjölþættu störf í þágu landbúnaðarins og alþjóðar.
Halldór Pálsson.
TSautgriparœktin
I. Skýrsla nautgriparæktarráðunautar
Skrifstofustörf og ritstörf. Verkefni þau, sem unnið
var að í skrifstofunni, voru svipuð og undanfarin ár. Ég
skrifaði grein í Búnaðarrit um nautgripasýningar, sem
lialdnar voru á árinu, og tók saman töflur í hana. Þá
skrifaði ég grein í sama rit um starfsemi nautgriparækt-
arfélaganna og greinar í Frey um afurðamestu kýr þeirra.
Jóliannes Eiríksson, aðstoðarráðunautur í nautgriparækt,
tók saman töflur í þær greinar og gerði upp skýrslur
nautgriparæktarfélaganna. Hann vann einnig að spjald-
skrá auk annarra verkefna, sem hann greinir frá í starfs-
skýrslu sinni hér á eftir. Ingólfur Þorsteinsson, forstöðu-
maður ráðningarstofunnar, aðstoðaði við spjaldskrár-
færslu, þegar liann liafði tíma aflögu, og vil ég þakka
bonum það sérstaklega. Ég flutti tvö erindi í útvarp um
nautgriparækt og skrifaði stuttan kafla um búvísinda-
nám í 4. útg. bókarinnar: IivaS viltu verSa? Að venju
var gestkvæmt í skrifstofunni og mikluin tíma varið í
samtöl við bændur og starfsmenn landbúnaðarins. Bréfa-
skriftir eru töluverður þáttur í starfi mínu. Er einkum
tímafrekt að svara spurningaskrám frá ýmsum alþjóða-
stofnunum um ákveðna þætti eða málefni landbúnaðar.
Nautgripasýningar. Venjulegar sýningar voru lialdnar
í öllum starfandi nautgriparæktarfélögum á svæðinu
milli Hvítár í Borgarfirði og Hrútafjarðarár. Fóru þær
fram dagana 6. til 19. júní, 25. s. m. til 8. júlí, 23. til
26. s. m. og 20. til 21. ágúst. Afkvæmasýningar voru