Búnaðarrit - 01.01.1963, Síða 91
SKÝRSLUK STAIiFSMANNA 87
haldnar í Eyjafirði 28. ágúst. Var ég formaður dómnefnda
á öllum sýningum.
Fundahöld og ferSalög. Hinn 12. jan. minntist Nf.
Hraungerðislirepps 50 ára stofnunar félagsins á kvöld-
fundi að Þingborg. Frá Búnaðarfélagi íslands sátu þann
fagnað við Páll Zóphóníasson, Jóhannes Eiríksson og
Ingólfur Þorsteinsson. Dagana 30. jan. til 4. febr. vor-
um við Jóhannes Eiríksson í fyrirlestraför um Skaga-
fjörð og A.-Húnavatnssýslu. Voru haldnir bændafundir
á Hólum, 31. jan., á ökrum, 1. febr., og á Blönduósi 2.
fehr. Á fundum þessum, sem voru ágætlega sóttir, var
rætt um ýmsa þætti nautgriparæktar og mjólkurfram-
leiðslu, og reifuðu þeir liéraðsráðunautarnir, Egill
Bjarnason og Sigfús Þorsteinsson, liugsanlegt samstarf
þessara tveggja búnaðarsambanda um búfjársæðingar. Á
ferðalagi mínu til Norðurlands 27. ágúst sat ég fund
stjórna þessara sambanda í Varmalilíð um tilhögun
sameiginlegrar sæðingarstöðvar, sem þá liafði verið ákveð-
ið að reisa á Blönduósi. Á vegum Tilraunaráðs búfjárrækt-
ar ferðaðist ég ásamt öðrum í ráðinu um Borgarfjörð
27. til 28. apríl, og nokkrar ferðir fór ég um Suðurland,
Kjalarnesþing og upp í Borgarfjörð með fulltrúum sendi-
ráða og erlendum gestum. Hinn 11. des. sat ég aðalfund
Nsb. Árnessýslu að Selfossi, og 14. s. m. sóttum við Jó-
hannes Eiríksson aðalfund Nsb. Rang.- og V.-Skaftafells-
sýslu að Hvoli.
FerSalög erlendis. Efnahags- og framfarastofnun Ev-
rópu (OECD) efndi til ráðstefnu aðildarríkjanna um
búnaðarmenntun á háskólastigi í aðalstöðvum samtak-
anna í París, dagana 12. til 16. nóv. Aðalfulltrúi Islands
á ráðstefnunni var rektor Háskóla Islands, Ármann
Snævarr, prófessor, en auk hans sat ég fundi þessa á
vegum ráðuneytisins. Þetta var önnur ráðstefnan um þessi
mál á vegum stofnunarinnar. Hafði ég einnig sótt bina
fyrri, sem haldin var þremur áruni áður á sama stað. Á
ráðstefnunni nú skýrði ég frá aðstöðu Islands til að sjá