Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 95
SIvÝRSLUR STARFSMANNA 91
Frá Laugardælum og útibúum þaðan voru sæddar um
12000 kýr á árinu samkvæmt bráðabirgðatalningu, þar
af um 50 með sæði úr Galloway-blendingi, og er þetta
um 1000 kúm fleiri en árið áður. Stofnað var útibú að
Kjarnholtum í Biskupstungum fyrir þá sveit og Laug-
ardal, og eru þau þá orðin 5 á vegum stöðvarinnar. I
árslok átti stöðin 24 naut ársgömul og ehlri og 3 naut-
kálfa yngri. Öll voru nautin staðsett í Laugardælum.
Kynbótastöðin á Lágafelli í Mosfellssveit fékk allt sæði
aðsent frá Laugardælum og liefur lagt niður nautaliald
sjálf. Bsb. Knþ. á enn tvö naut, Kolbrand S279, sem komið
var í fóðrun á bæ, og Þór S221, sem fluttur var að Laug-
ardælum. Voru frjódældar um 800 kýr frá stöðinni á
árinu með 30 nautum í stað þess, að áður voru notuð
3 til 5 naut.
Þá sendi stöðin í Laugardælum um 5 vikna skeið frá
miðjum júlí til miðs ágústs sæði til Egilsstaða flugleiðis
frá Reykjavík. Stóð Búnaðarsamband Austurlands
fyrir þeirri starfsemi, og voru framkvæmdar sæðingar
á um 30 kúm á Héraði austan Lagarfljóts á umræddu
tímabili.
Frá sæðingarstöðinni á Hvanneyri voru sæddar um
1300 kýr árið 1962. I árslok voru 4 naut á stöðinni. Mán-
uðina ágúst og sept. fékk stöðin sent sæði tvisvar í viku
frá Lundi á Akureyri, mest allt úr I. verðlauna nautum.
Frá liinni nýju dreifingarstöð Snæfellinga að Syðra-
Lágafelli var sædd 241 kýr frá L júní til áramóta í
flestum lireppum sýslunnar.
Frá sæðingarstöð S. N. E. að Lundi voru sæddar um
4980 kýr samkvæmt bráðabirgðatalningu eða 1000 kúm
fleiri en árið áður. 1 árslok átti sambandið 16 naut árs-
gömul og eldri, 2 á L ári og 1 uxa. Voru 9 nautanna
staðsett á Lundi, 4 á Grísabóli og 3 í sveitun^ Tveir
starfsmenn unnu við stöðina allt árið, en auk þeirra að-
stoðarmaður yfir sumarið og maður til ígripa frá liausti
til áramóta. Á tímabilinu frá 18. júní til 20. ágúst var