Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 104
100
BUNAÐARRIT
nær kr. 25 þúsund. Einnig voru sýndir góShestar liesta-
mannafélaganna (55), og kappreiðahross voru um 60.
Að flestu leyti tókst þelta mót vel, að skaðlausu hefði þó
mátt skil ja fleiri liross eftir heima. Ég útbjó sýningarskrá,
en aðrir sáu um að fullgera liana.
í maí fór ég norður í Skagafjörð að skoða ógelta fola.
Voru þeir merktir, sem til undaneldis þóttu hæfir, og
tryggt var, að bændur hefðu í vörzlu. — Fór ég einnig
nokkrar skemmri ferðir um Suðurland.
Ég flutti erindi á aðalfundi Hrossaræktarsambands
Suðurlands.
Þá var ég á ársþingi Landssambands liestamanna í
Borgarnesi.
Um mánaðamót nóv.—des. fórum við Kristinn Jónsson,
ráðunautur, austur að Kirkjubæjarklaustri á fund með
áhugamönnum um hrossarækt. Var reynt að víkka út
starfssvæði Síðudeihlar í Hrs. Suðurlands og rætt um
stofnun hestamannafélags. Verður það mál nú undir-
búið til vors.
Bréfaskriftir voru ekki miklar, helzt við útlönd, en
fyrirspurnum um kaup og sölu hrossa vísaði ég venjulega
til útflytjenda. Þá gerði ég útflutningsvottorð, sem þurfti.
Af skiljanlegum ástæðum svaraði ég ekki skrifum, er
birtust á prenti um hrossarækt og ráðunautastarf í því
fagi.
Ég vil þakka stjórn B. 1. og starfsfólki þess, sem greitt
liefur götu mína á liðna árinu, og óska ég þeim góðs árs.
Ég fagna því að hafa fengið að kynnast Steingrími
Steinþórssyni, búnaðarmálastjóra, og óska lionum góðs
ævikvölds.
Laugarvatni, 31. des. 1962.
Þorkell lijarnason.