Búnaðarrit - 01.01.1963, Blaðsíða 105
SKÝRSLUR STARFSMANNA
101
Ritstjóri Freys
Verkefni þau, er ég lief liaft til meðferðar á árinu
1962, hafa í megindráttum verið hin sömu og undanfarin
ár. Til aðstoðar við framkvæmd þeirra liafa verið: Ing-
óljur Þorsteinsson eins og áður við meginatriði ráðninga-
stofunnar og lionum til hjálpar um tíma, er mest var að
gera, var GuSmundur Jósafatsson. Við almenn störf á
skrifstofu, við afgreiðslu og spjaldskrá, var Sigrún Jóns-
dóttir, en til ígripa við dagleg störf hef ég notið aðstoðar
dætra minna, einkum við vélritun og innheimtustörf,
síðustu mánuði ársins sérstaklega, er Sigrún var störfum
hlaðin við almenna afgreiðslu á skrifstofu félagsins í
fjarveru Brynhildar Ingjaldsdóttur.
Verkefni mín og störf greinast í eftirfarandi atriði:
1. Búnaðarblaðið FREYR
Ritstjórn tímaritsins hef ég annazt eins og að undan-
förnu, og í útgáfnstjórn voru þeir sönm og verið hafa
síðan ég tók við ritstjórn, en um áramót urðu þær breyt-
ingar, að Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, tók við
af Steingrími Steinþórssyni, er þá lét einnig af störfum
búnaðarmálastjóra. Er hér tækifæri til að þakka Stein-
grími ágætt samstarf á þessum vettvangi.
Upplag Freys var á árinu 4100 eintök. Aukaupplag
kom út þrisvar á vegum Stéttarsambands bænda og var
sent þeim bændum, sem ekki eru áskrifendur. Sú ákvörð-
un var tekin undir árslokin að fara að óskum ýmissa
lesenda og slaka ögn á faglegum þáttum, en innfæra létt-
ara efni í lesmál hlaðsins frá og með ársbyrjun 1963,
enda ]>ótt ]>að sé frávik frá þeirri stefnu, sem mótað hef-
ur Frey frá upphafi, en liann hefur alla tíð verið lireint
faghlað bænda. Ákveðið er ]>ó, að hið létta efni snerti
allt líf og starf í sveitum og verði fyrst og fremst af