Búnaðarrit - 01.01.1963, Síða 106
102
BUNAÐARRIT
fréttatagi. Á árinu hækkaði útgáfukostnaður mjög mikið,
þar eð úrslit prentaraverkfalls í septembermánuði urðu
þau, að prentunarkostnaður hlaut að hækka um allt að
30%.
Á þessum staðreyndum og fleiri byggist það, að með
tilliti til aukningu lesmáls og prentunarkostnaðar nú
mundi hæfilegt áskriftargjald vera kr. 150,00 árgangur-
inn, ef útgáfan ætti að hera sig fjárhagslega.
Efni í Frey hefur aldrei skort, en stundum getur verið
nokkur vandi að fá alliliða efni þannig, að ekki verði
útundan einliverjir þeirra 20 efnisflokka, sem efninu
hefur verið skipt í, enda þótt höfundar séu að minnsta
kosti um 60 árlega. Ef til vill væri völ á meira alhliða
efni, ef ritlaun væru greidd, en aðstandendur hafa talið,
að starfsmenn landhúnaðarins ættu að sjá málgagni
bændanna fyrir efni, og til viðbótar kæmi svo það, er
bændur sjálfir legðu af mörkum, án þess að þóknun fyrir
það kæmi til. Um þetta eru ef til vill ekki allir á eitt
sáttir, en þetta fyrirkomulag aúðveldar útgáfuna fjár-
hagslega séð.
Um eitt virðast flestir, ef ekki allir, sammála — frá-
gangur Freys skal ekki rýrna, livorki að því er pappír
eða myndir snertir. Þeir munu skipta hundruðum, sem
safna ritinu og láta binda í bækur, og þá mundi vafa-
samt, hvort menn liéldu því áfram, ef notaður væri pappír
af líku tagi og sum mánaðarrit bafa eða vikuritin. Lit-
inyndir bafa birzt á forsíðu Freys við og við, en sökum
óliæfilegs kostnaðar við þær skal frá þeim liorfið, í bili
að minnsta kosti, og forsíða seld til auglýsinga, aðallega
þó sem mynd, og er búningur forsíðu samkvæmt því
ákveðinn frá áramótum 1962—’63.
2. Búnaðarfræðslan
Hin almenna búnaðarfræðsla, á breiðum vettvangi,
liefur ekki getað baldið í liorfinu eins og var á þeim ár-