Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 108
104 BÚNAÐARRIT
falli við fjárframlag til þessarar útgáfu. A árinu komu
út tvö rit, þessi:
Nr. 38. Raforka í sveitum, 80 síft’ur meft mörgum mynd-
um, unnið í samvinnu við Raforkumálaskrifstof-
una, en gefið út á kostnað Búnaðarfélagsins.
Nr. 39. Grænmeti er góðmeti, 24 síður með mörgum
myndum, aðallega litmyndum, en þær voru
fengna'r lijá Landbrugets Sentralforbund í Osló,
úr riti, sem þar liefur verið gefið út um sama
efni. IJtgáfa rits þessa auðveldaðist nokkuð við
samstarf við Sölufélag garðyrkjumanna, því að
prentuð voru 12.000 eintök af ritinu. Fékk Sölu-
félagið helminginn af upplaginu og greiddi helm-
ing alls útgáfukostnaðar.
5. FATIS REVIEW fáum við stöðugt frá París til
dreifingar meðal béraðsráðunauta, en útgáfa þess liefur
dregizt saman á árinu og óvíst um framhaldið. Hins veg-
ar fáum við fræðslurit frá þeim aðilum samstarfsþjóð-
anna, sem verið liafa með frá upphafi þessarar deild-
ar OEEC, sem nú liefur fengið annað heiti og að nokkru
breytt Idutverk.
3. Útvarpsfræðslan
Eins og undanfarin ár bef ég haft umsjón með bún-
aðarþætti Ríkisútvarpsins í samráði við dagskrárstjóra
þess. Búnaðarþátturinn Iiefur nii í nokkur ár hlotið sendi-
tíma kl. 22.10 að sumrinu, en kl. 13.15 að vetrinum, liálfs-
mánaðarlega um sumarmánuðina, en vikulega frá vetur-
nóttum til loka maí. Til viðbótar binum föstu þáttum,
sem útvarpið sjálft útvegar efni til, kemur svo bændavika
Búnaðarfélags Islands, en um bvort tveggja þessara atriða
í dagskrá útvarpsins liefur verið gott samkomulag bin
síðari ár.
Efnið er valið fyrir sveitirnar sérslaklega og er ekki