Búnaðarrit - 01.01.1963, Blaðsíða 117
SKYRSLUR STARFSMANNA
113
búnaði, með tilliti til þess að Norðurlöndin gætu eignazt
og notað slíka mynd í sína þjónustu á faglegum vett-
vangi. Að erindi þessu hef ég síðan unnið liér heima, og
var málið nokkuð á rekspöl komið við árslokin.
2. Að lokinni ráðstefnunni í Noregi sat ég — fyrir
liönd Búnaðarfélagsins —• ráðstefnu Evrópuþjóða, er
lialdin var í Jönköping í Svíþjóð varðandi byggingamál
sveitanna. Voru þar fulltrúar 14 þjóða mætlir og mörg
erindi flutt. Var það allra manna mál, að framtíðar-
byggingar hlytu allar að miðast við notkun miklu meiri
tæknihúnaðar og fjölbreyttari en verið hefur, og að búin
mundu stækka að niiklum mun á komandi árum. Stóð
ráðstefna þessi 4 daga.
3. Konunglega landbúnaðarfélagið danska hafði boðið
mér til þriggja vikna dvalar í Danmörku til þess að heim-
sækja stofnanir, er vinna að efnahags og félagsmálum, og
svo menntastofnanir og ráðunauta.
Ferðaðist ég um landið og heimsótti nær 30 stofnanir
og staði og öðlaðist við það mikinn fróðleik og yfirsýn
yfir stöðu landbúnaðarins þar í landi, eins og liann er
nú. Frá fyrri tímum, er ég dvaldi þar í landi við nám og
störf, þekkti ég margt, en margt er nú breytt og þar
stendur landbúnaðurinn gagnvart mörgum vandamálum,
einkum á sviði efnahagsmála. Um þetta og svo fleira hef
ég Jiegar ritað, bæði í Frey og í dagblöð svo og sagt frá
í útvarpi. Er margt fleira ósagt frá Jieirri för, en kemur
ef til vill síðar á prenti.
För mín og dvöl öll erlendis stóð í 45 daga.
4. önnur ferðalög voru um nærsveitir sunnanlands,
stimdum með útlendinguin, er liingað komu til að kynn-
ast búnaði. Viku för til Norðurlands fór ég í október, m.
a. til Jiess að afla efnis í Frey, en Jiað atriði — að safna
efni um sveitir — er torvelt að framkvæma, Jiegar eng-
inn er á skrifslofu að sinna daglegum störfum, er ég dvel
að lieiman.
Aðalfund Stéttarsambands bænda sat ég að Bifröst í
nÚNAÐAHKIT 8