Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 124
120 BÚNAÐARRIT
bœndur bi&u, óhemju mikill, svo þeir liaja ekki reist við
enn efnalega og eru nú þess vegna orSnir á eftir bœndum
í öSrum landshlutum í búskaparlegu tilliti.
Enginn liefur, mér vitanlega, reynt að reikna út það
skakkafall, sem af harðimlunum leiddi. ÞaS cr óútreikn-
anlegt, því auk f járhagsskaSans misstu margir trúna á bú-
skapinn og framtíSina. Starfsþrek þeirra var lamaS, og
þaS er fyrst nú, sem þaS er aftur aS ná sér nokkuS.
Og öll þessi skakkaföll, sem bændurnir urðu fyrir,
stöfuðu af því, aS þeir vildu ekki skilja, aS þeir mega
aldrei liafa fleiri skepnur á fóSrurn aS haustnöttum en
þeir eiga hey handa. Þeir vilja alitaf vera með von í
góðum vetri, svo þeir geti beitt og sparað heygjöf, og
miða við það, að þeir geti það, þegar þeir setja á að
haustinu. En þaS græSa ekki allir á aS spila í liappa-
drœtti. Og framleiSslan til sjáivar og sveita verSur aldrei
þannig rekin. Hún þarf að byggjast á forsjálni og hygg-
indum og vera rekin þannig, að hagnaðurinn sé árviss,
þó ekki sé mikill árlega. (Sjá skýrslu mína til Biinaðar-
þings í 65. árg. Búnaöarritsins, bls. 178).
Enn vil ég minna á sumariS 1955. Þá mátti heita, að
enginn dagur kæmi þurr á Suðurlandi um sláttinn fyrr en
13. sept. Þeir, sem allra fyrst byrjuðu að slá, náðu nokkru
inn, aðrir ekki (sjá skýrslu mína til Búnaðarþings, Bún-
aðarrit, 69. árg., bls. 239). Ég ferðaðist þá um Suðurland
í byrjun september og liafði tal af mörgum oddvitum á
svæðinu. Hey voru þá víðast úti og hrakin, en mikið
óslegið, og heyskaparútlitið ljótt. Einungis % lilutar
bændanna liöfðu skapað sér aðstöðu til að geta gert vot-
hey, og fæstir þeirra ekki nema lítið eitt, eða tekið til
J/3 liluta af töðunni í vothey.
Aftur var okkur Árna G. Eylands falið að gera tillög-
ur um úrbætur. Sammála voru menn um, að væri ekkert
gert, yrði að’ fækka kúm verulega, og gæti það leitt til
mjólkurskorts í þéttbýlinu við Faxaflóa. Ríkisstjórnin
ákvað því að veita 12 til 13 milljónir króna bjargræðislán