Búnaðarrit - 01.01.1963, Side 132
128
BUNAÐARRIT
og gáfu síld og ufsa með þeim rudda, er þeir urguðu upp,
oft upp til lieiða. Margir mega líka muna vorið 1914,
þegar þriðjungur fjár féll í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu,
og á margt fleira mætti minna eða biðja menn að rifja
upp og draga lærdóma af.
Ég hef breytt nokkuð til með birtingu á skýrslum fóð-
urbirgðafélaganna og vona, að mönnum þvki þær ekki
síður aðgengilegar nú en áður.
1 skýrslunum sjá menn, bve margt fé er á fóðri bjá
þeim, sem í félaginu eru, og live lömbin undan því eru
mörg að liaustinu. Sumir, mjög fáir, bleypa á gemlinga,
og ég held, að menn hafi loksins áttað sig á, livern skaða
þeir gera sér með því að láta ærnar vera geldar síðasta
árið, sem þeir láta þær lifa. Þetta var almennur siður,
sérstaklega þar sem knappt var fóðrað og vildu menn
réttlæta það með tvennu, ærin væri vissari með að lifa,
þó vor yrði kalt og af ánni algeldri fengist ágætis kjöt í
reyk. Hvort tveggja lieimska, sé sæmilega með skepnurnar
farið, og munu nú flestir sjá það. En eins og sá sér, sem
lítur á skýrslurnar, eru enn nokkrir breppar, sem félög
eru í, sem ekki fá jafnmörg lömb að liausti og þeir bafa
margt fé á fóðri, en einstaka fá líka allt að Y3 fleiri lömb.
Þá bef ég b'ka sérdálka, er sýna, bvað fjáreigendur —
liver einstakur — befur að meðaltali fengið mikið dilka-
kjöt eftir bverja kind, sem liann bafði á fóðri, og í þá
skulið þið glugga. Því miður er ekki dálkur, er sýnir,
bvað meðalærin liefur breytzt livað þyngd snertir að vetr-
inum, en þær þyngjast í öllum félögunum að meðaltali,
en ekki lijá öllum einstaklingum. Hjá mörgum einstakl-
ingum léttast þær, og hjá einstaka meira en sem svarar
lambsþunganum í móðurlífi, það vantar því enn mikið á,
að allir fóðri sæmilega. Og sumir, sem þyngja ærnar að
vetrinum, láta þær aftur leggja af að vorinu og þeir, sem
það gera, fá aldrei sæmileg lömb. Sumir vega ærnar ekki,
þeir telja sig svo mikla fjármenn, að þeir jmrfi ekki að
vera að slíkum óþarfa. Látum svo vera. En allir Jieir