Búnaðarrit - 01.01.1963, Síða 134
130
BÚNAÐAR RIT
í þeirri von, að sú ósk megi rætast, að eftirmanni mín-
um auðnist að hjálpa til að svo megi verða, og að það
verði, kveð ég bændur landsins og þakka samvinnuna.
30. janúar 1963.
Páll Zóphóníasson.
Starfsskrá Ragnars Asgeirssonar
Fyrri hluta janúar var ég við skrifstofustörf á skrif-
stofu Búnaðarfélagsins, en þann 20. s. m. sótti ég fund
stjórnar Byggðasafns Borgarfjarðar, sem lialdinn var í
Borgarnesi.
Um miðjan febrúar vann ég enn að skrifstofustörfum
hjá félaginu. Þann 24. s. m. var Búnaðarþing sett, og var
ég bókari þess eins og mörg undanfarin ár, en því var
slitið 22. marz.
I apríl fór ég að vinna að undirbúningi kynnisferða
bænda, sem urðu þrjár á sumrinu. Þann 18. maí fór ég
í söfnunarferð fyrir Byggðasafn Borgarfjarðar og kom
heim aftur þann 24.
Fyrst í júní fór ég vestur til ísafjarðar og vann þar í
Byggðasafni Vestfjarða að skrásetningu muna, sem bæt-
ast jafnt og þétt við, og eru þeir nú orðnir um 1700 tals-
ins, og er safnið þegar orðið allmerkilegt.
Á Isafirði tók ég á móti austfirzkum bændum, sem
komu í kynnisför á vegum Búnaðarsambands Austur-
lands. Þeir komu þangað á annan livítasunnudag, nokk-
uð yfir 60, konur og karlar, flugleiðis frá Egilsstöðum.
Þeir fóru um nágrenni ísafjarðar, Önundarfjörð, Dýra-
fjörð, Arnarfjörð, Vatnsfjörð og sem leið liggur suður í
Dalasýslu. Þaðan iit á Snæfellsnes, um Mýrar og Borgar-
fjörð, Kjós og Kjalarnes og Mosfellssveit til Reykjavíkur.