Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 137
SKYRSLUR STARFSMANNA
133
Eru þar nú rúnilega 30 manns eftir, en voru einu sinni
vfir þrjú hundruS. Heim kom ég 11. ágúst úr þessari
ferð.
Þann 15. s. m. fór ég til Akureyrar og dvaldi þar til
þess 30. og aðstoðaði við að skrásetja muni minjasafns-
ins þar og setja þá upp, en safnið var þá sýnt í tilefni
100 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar, þótt það liafi ekki
enn verið formlega opnað. Eru þar nú um hálft annað
þúsund munir, og auk þess á safnið úrsmíðaverkstæði
Friðriks Þorgrímssonar með nær öllum þeim margbreyttu
verkfærum, sem því fylgdu.
Þá fór ég einnig nokkrar styttri ferðir vegna byggða-
safna, og 2. nóvember fór ég norður á Kópasker, sam-
kvæmt beiðni Helga Kristjánssonar í Leirhöfn, til að
skrásetja muni safnsins, senr geymdir eru á Kópaskeri.
Er það ekki fjölskrúðugt enn sem komið er, en liefur þó
eitt fram yfir önnur byggðasöfn, sem nefnt hefur verið
veiðiminjasafn, skotfæri og skutlar o. fl. frá þeim tím-
um, þegar vöðuselir komu árlega á Axarfjörð. Ur þessari
ferð kom ég 13. nóvember. — Auk þessa, sem liér liefur
verið talið, Iief ég aðstoðað á skrifstofu félagsins, þegar
þess Iiefur þurft.
Ragnar Ásgeirsson.
Búreikningaskrifstofan
Starfið liefur verið með sama liætti og undanfarin ár.
Skrifstofunni barst 21 búreikningur fyrir árið 1959 eða
fardagaárið 1959—1960. Flestir koma búreikningarnir
óuppgerðir, og í marga hef ég einnig fært viðskiptareikn-
inga.
Nú eru fjórir bændur farnir af stað með reynslubú,
og bef ég beimsótt þá á árinu og suma oft.
Um störfin á Búreikningaskrifstofunni vísast að öðru