Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 141
SKYRSLUI! STARFSMANNA
137
V eiðihundarnir
Eins og undanfarin ár hefur á vegum starfsemi minnar
verið rekiS hundabú viS Rauðavatn á sama staS og C. A.
Carlsen liafði aðsetur áður, en Iiann hefur að öllu leyti
séð um hirðingu þess.
Á síðustu árum liefur byggð og umferð aukizt mjög
við Rauðavatn, svo flutningur liundabúsins er aðkall-
andi hið bráðasta. Auk þess er girðingum og aðbúnaði
hunda þar á rnargan hátt mjög ábótavant, enda komið
upp af vanefnum veiðimannanna sjálfra í hyrjun. Þeir
eru nú um tuttugu talsins, er eiga veiðiliunda sína geymda
þar.
1 sumar var farið fram á, að við fjarlægðum hunda-
búið úr bæjarlandinu. Síðan hef ég unnið að þessum
málum, en uppbygging hundabúsins á nýjum stað er
mikið verk. Auk erfiðleika á útvegun hentugs lands er
það allkostnaðarsamt, en kostnaðurinn liggur að mestu
í varanlegu girðingarefni, liundakofum og húsi fyrir
gæzlumann.
Ráðamenn, sem ég hef leitað til varðandi þær liliðar
málsins, hafa yfirleitt sýnt velvild og skilning í garð
þessarar starfsemi, og er nú svo komið, að flutningur
hundabúsins frá Rauðavatni hefur þegar verið undir-
búinn.
Veiðiskýrslur
Að þessu sinni vantar veiðiskýrslur frá um 30 sveitar-
félögum 1961. Hins vegar vantaði 60 skýrslur árið 1960.
Vantar því nokkuð á, að niðurstöðutölur þessara tveggja
ára séu sambærilegar. En þess skal getið, að reynt verð-
ur að bæta úr þessu, eins og unnt er, og birta endanlegar
yfirlitsskýrslur þessara ára í næsta Búnaðarriti.
Ekki verðnr annað séð, en að vel hafi verið unnið að
eyðingu refa og minka á árinu. En hægt er að gera enn
betur, og að því ber að stefna. I því sambandi er mjög