Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 147
BÚNAÐARÞING 143
Gróa Björnsdóttir, bónda í Brúnavík við Borgarfjörð
eystra.
Björn fór til náms í Möðruvallaskóla haustið 1896 og
útskrifaðist þaðan 1898 um vorið. Eftir að hann kom úr
skólanum hóf hann búskap á Rangá, en frá 1893, er faðir
lians lézt, veitti liann búi móður sinnar forstöðu. Hann
rak búskap óslitið til ársins 1955 eða í 57 ár.
Snemma hlóðust á Björn Hallsson mörg trúnaðarstörf
vegna margs konar félagsmála í liéraði. Hann var hrepp-
stjóri frá 1905—55 og sat á flestum fundum Sambands
ísl. samvinnufélaga, í stjórn Kaupfélags Héraðsbúa 1914
—54 og formaður þess frá 1921, sýslunefndarmaður frá
1906—23. Alþingismaður fyrir Norður-Múlasýslu 1914—
16 og 1919—23. Átti sæti í yfirfasteignamatsnefnd Norður-
Múlasýslu 1928 og formaður fasteignamatsnefndar 1938.
Skipaður í póstmálanefnd 1928 og kosinn í liéraðs-
nefnd kreppumála 1933. 1 stjórn Búnaðarsambands Aust-
urlands frá 1921 og nokkur ár áður eftir 1911 og for-
maður þess frá 1940—48. Átti sæti á Búnaðarþingi 1923
—29 og 1933—45. Sæindur riddarakrossi Fálkaorðunn-
ar 1930. Hann var heiðursfélagi Búnaðarfélags Islands.
Björn Hallsson var traustur bóndi og framtaksmaður,
bætti jörð sína að ræktun og byggingum. Byggði eitt af
fyrstu steinsteyptu íbúðarhúsum austanlands. Átti gagn-
samt bú og rak sauðfjárræktarbú á vegum Búnaðarfélags
Islands um alllangt skeið.
Hann var gæddur góðum og farsælum gáfuin, fram-
sækinn félagsbyggjumaður, liógvær og liáttprúður í allri
framkomu, gætinn í meðferð mála, en liélt fast á þeim
nuílstað, er liann taldi réttan, og bar jafnan metnað
bænda mjög fyrir brjósti.
Björn Hallsson var tvíkvæntur. Fyrri kona lians var
Hólmfríður Eiríksdóttir, breppstjóra í Bót í Hróars-
tungu. Seinni kona lians var Soffía Hallgrímsdóttir frá
Mjóanesi á Völlum. Hann andaðist 18. nóvember 1962.
Sigurður E. Hlíðar fæddist 4. apríl 1885 í Hafnarfirði.