Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 148
144
BÚNABARRIT
Voru foreldrar lians Einar organisti og trésmiður Ein-
arsson, bónda í Laxárdal í Gnúpverjahreppi, Einarsson-
ar, og kona hans, Sigríður Jónsdóttir, bónda í Hörgsliolti
í Hrunámannahreppi, Jónssonar.
Um aldamótin Jióí' hann nám í lærða skólanum í
Reykjavík og lauk fjórða bekkjar prófi 1904. Að því
loknu fór liann til Kaupmannaliafnar og stundaði dýra-
lækninganám við landbúnaðarháskólann þar og lauk
prófi þaðan 1910. Árið 1922 var liann á þriggja mánaða
námskeiði við sama skóla. Veturinn 1929—’30 stundaði
liann nám í efnagreiningu mjólkur og kjarnfóðurs- og
jarðvegsrannsóknum við rannsóknarstofnun í Kiel. Hann
var skipaður dýralæknir á Norður- og Austurlandi 1910
með búsetu á Akureyri. Gegndi því embætti til ársins 1943,
en þá var hann skipaður dýralæknir í Reykjavík og ná-
grenni og jafnframt yfirdýralæknir. Hann lét af dýra-
læknisembættinu í Reykjavík 1950, en gegndi yfirdýra-
læknisembættinu til loka embættisaldurs eða til 1955.
Jafnframt embættisstörfum var Sigurði E. Hlíðar fal-
inn fjöldi trúnaðarstarfa, aðallega í félagsmálum. Hann
átti sæti í stjórn Ræktunarfélags Norðurlands 1912—43
og var formaður þess 1921—43. Hann var þingmaður Ak-
ureyringa 1937—49 og sat á 17 þingum. Átti sæti á Bún-
aðarþingi 1921—31. Var í Bæjarstjórn Akureyrar 1917
—38 og forseti hennar síðustu 6 árin. Var lieilbrigðisfull-
trúi Akureyrar 1918—43. Þá var liann kosinn í fulltrúa-
ráð Rannsóknarstofnunar Hásklans 1933 og formaður
milliþinganefndar í mjólkurmálum 1943. Á Akureyri var
liann í stjórn ýmissa félaga, svo sem Stúdentafélags, Tafl-
félags og Leikfélags Akureyrar. Hann var formaður Dýra-
læknafélags Islands 1935—43 og formaður Dýraverndun-
arfélags Islands um allmörg ár. Hann var kjörinn heið-
ursfélagi Búnaðarfélags íslands 1949.
Jafnframt embætti sínu vann hann að ýmiss konar rit-
störfum. Hann stofnaði blaðið Islending á Akureyri 1915
og var ritstjóri þess um 5 ára skeið. Var ritstjóri Dag-