Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 150
146
BÚNAÐARKIT
heilla í sínu starfi og þakkaði fráfarandi búnaðarmála-
stjóra, Steingrími Steinþórssyni, öll hans störf í J)águ
landbúnaðarins. Því næst ræddi ráðherrann um ýms
vandamál landbúnaðarins, sem þetta Búnaðarþing myndi
fá til meðferðar, og bar fram þá ósk, að það bæri gæfu
til að halda Jjannig á málum, að Jiað yrði þjóðinni til
lieilla.
Forseti þakkaði.
Kosnir voru í kjörbréfanefnd:
Ásgeir Bjarnason, Bjarni Ó. Frímannsson, Einar Ölafs-
son, Jóhannes Davíðsson, Sveinn jónsson.
Kjörbréfanefnd skilaði síðar tillögum um að taka gild
kjörbréf allra aðalfulltrúa og varamanna Jieirra, og voru
þær samþykktar einróma.
A þessu Búnaðarþingi tóku sæti allir kjörnir aðalfull-
trúar, sbr. skrá hér að framan.
Auk fulltrúa sátu Jiingið: Stjórn Búnaðarfélags Is-
lands, húnaðarmálastjóri og ráðunautar félagsins.
Á 2. þingfundi voru kosnir varaforsetar:
1. varaforseti: Pétur Ottesen,
2. varaforseti: Gunnar Þórðarson.
Skrifarar voru kosnir:
Jóhannes Davíðsson og Sveinn Jónsson.
Skrifstofustjóri var kjörinn Ásgeir L. Jónsson og bók-
ari Ragnar Ásgeirsson.
Samkvæmt tillögu stjórnar Búnaðarfélags íslands voru
fastanefndir kjörnar þannig:
Fjárhagsnefnd:
Ásgeir Bjarnason, Jón Sigurðsson,
Benedikt Grímsson, Ketill S. Guðjónsson,
Bjarni Ó. Frímannsson, Sigmundur Sigurðsson.
Einar Ólafsson,