Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 175
BUNABAKÞING
171
væri unnt a3 ná til dýralæknis, nema )>á með lítt við-
ráðanlegum kostnaði.
Með ályktun þessari — ef samþykkt verður — er cin-
ungis farið fram á það, að stjórn Búnaðarfélags Islands
kanni málið milli Búnaðarþinga.
Mál nr. 15
Erindi BúnaSarsambands VestfjarSa um aukiS verk-
sviS BjargráSasjófis.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþvkkt
var með 21 samldj. atkv.:
Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags Islands að
beita sér fyrir breytingum á lögum Bjargráðasjóðs, er feli
í sér aukningu á árlegum tekjum lians, t. d. með tvö-
földun fastateknanna. Með því verði sjóðnum gert fært
að bæta meira en verið liefur óviðráðanleg áföll, t. d.
uppskerubrest af náttúruvöldum, þar á meðal af völdum
kals, og stórfelld tjón vegna búfjársjúkdóma og annað
þess háttar.
Mál nr. 16
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Fram-
lciSsluráö landbúnaSarins o. fl. Sent af landbúnaSar-
nefnd neSri deildar Alþingis.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 17 sanihlj. atkv.:
Búnaðarþing telur brýna nauðsyn bera til að breyt-
ing verði gerð á Framleiðsluráðslögunum, sem tryggi
þann megintilgang þeirra, að bændur fái sambærilegar
tekjur við aðrar vinnandi stéttir.
Reynsla undanfarinna ára sýnir, að svo liefur ekki
orðið.
Búnaðarþing telur, að frumvarp þetta fjalli um rnjög
þýðingarmikinn þátt verðlagsmálanna og stefni í rétta
átt, þó ýms önnur atriði þurfi jafnframt breytingar við.
Nú hafa lögin verið í endurskoðun bjá stjórn Stéttar-