Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 177
BÚNAÐARPING 173
Jafnframt verði búreikningum stórfjölgað, svo þeir geti
orðið undirstaða verðlagningar á búvörum.
Búnaðarþing lýsir jafnframt ánægju sinni yfir, að
landbúnaðarráðlierra liefur útvegað viðbótarfjárframlag
til Búreikningaskrifstofunnar að uppliæð kr. 75.000,00,
svo unnt verði á þessu ári að ljúka uppgjöri þeirra reikn-
inga, sem þegar eru fyrir liendi.
Mál nr. 18
Erindi Búnaöarfélags Kirkjubœjarhrepps um tjón af
völdum grágæsa.
Afgreitt með máli nr. 8.
Mál nr. 19
Erindi Búnaðarfélags Kirkjubœjarhrepps varSandi
grasmaSk.
Málið afgreitt með eftirfarandi álvktun, sem samþykkt
var með 23 samhlj. atkv.:
Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að
lilutast til um, að Sandgræðsla ríkisins veiti bændum
aukna aðstoð með meiri áburðardreifingu á heimabeiti-
lönd í grasmaðksárum. Aðstoð sú, senr veitt verður, sé
gerð í samráði við skordýrafræðing Atvinnudeildar Há-
skólans og að fyrirfram gerðri athugun lians.
GreinargerS:
Nefndin hefur kynnt sér þetta mál eftir föngum og
fékk á sinn fund Geir Gígja, skordýrafræðing, og Pál
Sveinsson, sandgræðslustjóra.
Eftir viðtal við þessa menn lítur nefndin svo á, að
heppilegust lausn málsins sé sú, sem ályktunin felur í
sér, þ. e. samvinna skordýrafræðings, sem með rannsókn-
um getur með mjög miklum líkum sagt fyrir um það,
hvenær maðks er að vænta, og sandgræðslustjóra, sem
hefur yfir nokkru fjármagni að ráða til áburðardreifing-
ar úr lofti á beitilönd. Á síðasta vori dreiföi Sandgræðslan