Búnaðarrit - 01.01.1963, Síða 178
174
BÚNAÐARRIT
allmiklu af áburði í þessu skyni, og lögðu þá heimamenn,
þar sem dreift var, fram 50% kostnaðar. Bændur á gras-
maðkssvæðum ættu því með þessu móti að fá ókeypis
rannsókn á maðkplágunni og 50% af kostnaði við áburð-
ardreifinguna.
Mál nr. 20
Tillaga til þingsályktunar um ráSstafanir til að koma í
veg fyrir, að laxveiðijarSir leggist í eySi. Sent af alls-
herjarnefnd sameinaðs Alþingis.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 22 samhlj. atkv.:
Búnaðarþing leggur til, að Alþingi feli landbúnaðar-
ráðberra að skipa fimm manna nefnd, er taki til gagn-
gerðrar endurskoðunar og breytingar alla löggjöf, sem
fjallar um eignarbald og ábx'tð á jörðum, og semji frum-
varp til nýrra laga um það efni. Sú löggjöf tryggi betur
en nú er umráða- og eignarrétt bænda á jörðum og að-
stoð við eigendaskipti, m. a. með stóraukinni fyrirgreiðslu
um lánsfjárútvegun til jarðakaupa.
Landnámsstjóri verði sjálfkjörinn í nefndina, Búnað-
arfélag Islands tilnefni tvo menn og Stéttarsamband
bænda tvo. Landbúnaðarráðlierra skipi formann úr liópi
nefndarmanna.
Greinargerð:
Allsherjarnefnd Búnaðarþings telur, að breyta þurfi
þeirri löggjöf, sem nú gildir um eignarliald og ábúð
jarða. Búskaparliættir bafa gerbreytzt á undanförnum ár-
um og öll viðhorf við það, að meginhluti þjóðarinnar
býr nú í þéttbýli, en var áður nær öll búsett í sveitum,
og verðlagsþróunin liefur verið bændum svo óhagstæð,
að þeir geta ekki keppt um hlunnindajarðirnar við inenn
úr öðrum stéttum.
Nefndin lítur svo á, að stefna beri að því, að flestar
jarðir verði í sjálfsábúð eða í eign sveitarsjóða eða ríkis-