Búnaðarrit - 01.01.1963, Síða 180
176 BÚNAÐARRIT
I. Búnaðarþing vill enn á ný skora á ríkisstjórn og Al-
þingi að leggja álierzlu á, að lokið verði sem allra
fyrst gerð áætlunar um allsherjarrafvæðingu, sem nái
til allra byggða landsins á 5 árum.
Áætlun þessi taki við af núgildandi 10 ára áætlun
og verði birt almenningi.
Til þess að ná þessu takmarki verði tekið innlent
eða erlent lán, að svo miklu leyti sem árleg framlög
ríkissjóðs brökkva ekki til.
Þá vill Búnaðarþing leggja álierzlu á, að nýjum,
stórum orkuverum skidi dreift um landið, svo að-
staða til nýtingar raforkunnar og til atvinnurekstrar
verði sem jöfnust, bvar sem menn liafa búsetu.
II. Búnaðarþing leggur þunga áberzlu á, að Alþingi
ákveði sama söluverð á raforku um land allt.
GreinargerS:
Búnaðarþing hefur um mörg ár vakið atbygli á þeim
mikla mun, sem landsmönnum er búinn til nýtingar raf-
orku til atvinnurekstrar og lieimilisnotkunar. 1 nokkrum
héruðum er rafmagnið orðið almenningseign, en í öðrum
«r rafvæðingin mjög skammt á veg komin.
Þetta leiðir til þess, að sumar byggðir dragast aftur úr
í eðlilegri atvinnuþróun, og þar sem rafmagnið vantar,
er víða veruleg bætta á, að fólk flytji á burt til að geta
notið þessara sjálfsögðu þæginda og þeirra atvinnumögu-
leika, sem rafmagnið skapar annars staðar.
Rafvæðingin er því eitt stærsta atriðið til að tryggja
byggð á öllu landinu og eðlilega atvinnuþróun. 1 því
sambandi er nauðsynlegl að vekja atbygli á því, að dreif-
ing orkuveranna um landið befur geysimikla þýðingu í
þessu sambandi, því að við stór orkuver er alltaf veru-
leg byggðarmyndun, sem hefur óbein ábrif á umbverfi
sitt. Búnaðarþing vill því leggja álierzlu á dreifingu orku-
veranna og m. a. leggja álierzlu á stórvirkjun á Norðaust-
urlandi.