Búnaðarrit - 01.01.1963, Síða 182
178
BÚNAÐARRIT
smærri einingar, sjálfstæðar og óháðar, þau hrossarækt-
arsambönd, sem nú hafa starfað um sinn. Á hinn bóginn
telur nefndin æskilegt, að samkomulag mætti takast við
Hrossaræktarsamband Norðurlands um, að Hestaræklar-
samband Austur-Skagfirðinga starfaði sem sérstök deild
innan H.S.N. og fengi sinn fjárstyrk að réttri tiltölu.
Mál nr. 23
Erindi Gunnars GuSbjartssonar og Sigur&ar Sriorra-
sonar um endurskoSun bújjárræktarlaganna.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 23 samhlj. atkv.:
Búnaðarþing telur nauðsynlegt að endurskoða „Lög
um búfjárrækt“ frá 5. júní 1957 og felur stjórn Búnaðar-
félags íslands að kveðja til þess þrjá menn, og verði end-
urskoðun lokið fyrir árslok 1963. Skulu þegar að endur-
skoðun lokinni væntanlegar breytingartillögur sendar
fulltrúum Búnaðarþings til yfirlits, en síðan lagðar fyrir
Búnaðarþing 1964.
GrcinargerS:
Lög um búfjárrækt eru í sinni núverandi mynd tæpra
6 ára gömul. Þó er J)að sameiginlegt álit margra, að
heildarendurskoðun á þeim sé orðin aðkallandi nauðsyn,
og skal hér bent á nokkur atriði, sem Búnaðarþiug tel-
ur, að taka beri til atliugunar:
1. í II. kafla laganna er æskilegt, að inn komi lieildar-
ákvæði, er leyfi tveim eða fleiri lireppum, er að-
stöðu liafa til, að vera saman um nautgriparæktar-
félag. Þá ætti að setja inn í lögin heimild til að taka
hærra gjald fyrir sæðingar hjá þeim bændum, sem
ekki færa mjólkurskýrslur, en þetta munu nú sum
nautgriparæktarsambönd gera. 1 14. grein þarf að
koma ákvæði, sem þá yrði 4. liður, um liærri styrk,
ef fitumælingar á mjólk eru framkvæmdar mánað-
arlega.