Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 189
B Ú NAÐARÞIN G
185
starfseminni ákveðna tekjustofna, t. d. einhverja hundr-
aðshluta af tolltekjum eða sköttum ríkisins og þeim
tekjum skipt á milli rannsóknastofnananna eftir lieildar-
framleiðslumagni hvers atvinnuvegar, verkefnunum og
nauðsyn rannsókna hjá liverjum atvinnuvegi og þörfum
þjóðarheildarinnar.
Búnaðarþing telur nauðsynlegt, að framkvæmdanefnd
Rannsóknaráðs verði að verulegu leyti ski]>uð fulltrúum
liöfuðatvinnuveganna, og leggur til, að breyting verði
gerð í þá átt.
Búnaðarþing leggur og til, að stjórn Rannsóknastofn-
unar landbúnaðarins verði að meiri liluta í höndum fé-
lagsstofnana hans — Búnaðarfélags íslands og Stéttar-
sambands bænda.
Þá telur Búnaðarþing sjálfsagt, að ráðherra sé skylt
að skipa tilraunaráð, ef ósk kemur fram um það.
Ennfremur vill Búnaðarþing undirstrika nauðsyn þess,
að styrkt verði aðstaða tilraunastöðvanna til að sinna
hagnýtum (praktiskum) verkefnum í jarðrækt og búfjár-
rækt, sem komið geti bændum að notum í daglegum bú-
rekstri.
Að lokum vill Búnaðarþing vekja atbygli á því, að
vafasamt getur verið að ætla aðalstöðvum rannsókna í
þágu landbúnaðarins aðsetur í eða við Reykjavík, þar
sem búast má við mikilli útfærslu borgarinnar á næstu
árum og óvissa um, bvort þar fæst nægjanlegt landrými
til rannsókna og tilraunastarfsemi.
Mál nr. 27
Tillaga til þingsályktunar um hœkkun á framlagi bun-
aiiarsamhandanna til FerSasjóSs bœnda. Flutt af fjárhags-
nefnd.
Búnaðarþing leggur til, að framlag búnaðarsamband-
anna til Ferðasjóðs bænda hækki þegar á þessu ári úr
kr. 2.00 í kr. 5.00 fyrir livern meðlim í búnaðarfélögun-
um.