Búnaðarrit - 01.01.1963, Síða 195
BÚNAÐARÞING
191
Mál nr. 35
Erindi stjórnar BúnaSarfélags íslands um, aS breyt-
ar á jarSrœktarlögunum verSi samþykktar á Alþingi því,
er nú situr.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 22 samhlj. atkv.:
Biinaðarþing ályktar að skora á landbúnaðarráðlierra
að beita sér fyrir því, að breytingar þær á jarðræktar-
lögunum, sem samþykktar voru á Búnaðarþingi 1962,
liljóti lögfestingu á yfirstandandi Alþingi.
En fari svo, að eigi vinnist tími til, úr því sem komið
er, að afgreiða málið á þessu þingi, skorar Búnaðarþing
á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því, að fram-
lag samkvæmt jarðræktarlögum fyrir unnar framkvæmd-
ir á árinu 1962 verði eigi að síður Iiækkað í samræmi
við samþykkt Búnaðarþings 1962.
GreinargerS:
Breytingar þær á jarðræktarlögunum, sem liér um
ræðir, miða að því, að framlagið til jarðræktar og ann-
arra umbóta, sem það tekur til, haldi gibli sínu, þannig
að það í aðalatriðum liækki í samsvörun við aukinn
kostnað við umbæturnar. En sú breyting befur liér á
orðið í þessu efni liin síðari ár, að það skortir mikið á,
að svo sé.
Þá er og með breytingunum liöfð liliðsjón af þeirri
nauðsyn að beina framlaginu í ríkari mæli en áður að
veigamiklum þætti í rekstri landbúnaðarins, bætlri að-
stöðu við Iieyöflun, súgþurrkun og votbeysgerð.
Búnaðarþing vill því með ályktun þessari leggja á það
ríka áherzlu, að breytingar Jiessar verði í lög teknar á
Alþingi því, er nú situr.