Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 198
194
BUNAÐAKRIT
Atkvæði greiddu ekki:
Egill Jónsson Sigurjón Sigurósson
Einar Ólajsson
Fjarverandi voru vegna veikinda:
Benedikt H. Líndal Sigmundur Sigurósson
Jón SigurSsson
Fyrirvari Ásgeirs Bjarnasonar:
Ég lít svo á, að bezt sé að gera enga ályktun um ]>að,
hvort skattur þessi samrýmist stjórnarskránni eða ekki.
Það er lögfræðilegt atriði, sem væntanlega verður sannað
af dómstólum. Þess vegna segi ég já við breytingartillög-
unni.
Mál rtr. 38
Tillaga til þingsályktnnar um frœ&slumál. Flutt af alls-
herjarnefnd.
Búnaðarþing skorar á menntamálaráðlierra að beita
sér fyrir því, að fullnægt verði ákvæðum fræðslulaga um
skyldunám unglinga livar sem er á landinu. l'il þess að
svo geti orðið, er nauðsynlegt að gera skipulegt átak í
byggingu skólahúsa, þar sem þau vantar.
Jafnframt leggur Búnaðarþing áherzlu á, að ungling-
um úr sveitum verði tryggð betri aðstaða en nú er til að
sækja frambaldsskóla, meðal annars með því að fella
niður húsaleigu í heimavist og námsgjöld við framhalds-
skólana.
Þingsályktunartillaga Jiessi var samjjykkt með 22
samblj. atkv.
Á 23. þingfundi, 6. marz, sem var síðasti fundur Bún-
aðarjiings, fóru fram eftirfarandi kosningar:
1. Kosin stjórn Búna&arfélags íslands til 4 ára.
Kosningu hlutu:
Þorsteinn Sigurðsson, bóndi, Vatnsleysu, Pétur Otte-
sen, bóndi, Ytra-Hólmi, Gunnar Þórðarson, fyrrv.
bóndi í Grænumýrartungu.