Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 200
Sauðfjárræktarfélögin
1960—1961
Eftir Halldór Pálsson
Skýrslur bárust frá 120 sauðfjárræktarfélögum fvrir
starfsárið 1960—1961.
Yfirlitsskýrsla, tafla 1, er með sama sniði og áður. Hún
sýnir tölu félagsmanna í hverju félagi, sem sendu full-
nægjandi afurðaskýrslu, tölu áa á skýrslu, meðalþunga
þeirra í október 1960 og þyngdarbreytingar þeirra um
veturinn, ásamt tölu fæddra lamba og lamba, sem komu
til nytja, eftir bverjar 100 ær. Einnig eru sýndar meðal-
afurðir í dilkurn á fæti og á blóðvelli, eftir tvílembu,
einlembu, á, sem skilaði lambi að hausti, og eftir hverja
fóðraða félagsá, sem lifandi var í fardögum. Þá er gefið
gæðamat falla sláturlamba í þeim félögum, sem hafa baft
birðu á að færa þær upplýsingar, og loks er frjósemi
ánna sýnd.
1 þeim félögum, sem upplýsingar eru gefnar um í töflu
1, voru 1277 félagsmenn og liefur þeim fækkað um 17
frá árinu á undan. Ær á skýrslu með fullnægjandi upp-
lýsingar um afurðir voru í ársbyrjun 40180, en af þeim
voru 32514 vegnar bæði liaustið 1960 og vorið 1961. Nú
voru á skýrslu 2550 ám fleira en árið áður. Af ánum
drápust óbornar 121 eða 0.3%, og er ekki reiknað með
þeim við útreikning á frjósemi eða afurðum eftir á.
Þungi ánna
Meðalþungi ánna haustið 1960 var 58.5 kg eða 1.0 kg
meiri en haustið 1959. Þyngstar voru ærnar í Sf. Þistli