Búnaðarrit - 01.01.1963, Qupperneq 212
208
BÚNAÐAURIT
Afurðir
Meðalafurðir í dilkum eftir tvílembu í félögunum voru
70.8 kg (71.4) á fæti eða 28.0 kg (28.2) dilkakjöt. 1 svig-
uin eru tölur frá liaustinu 1960. Eftir einlembu voru með-
alafurðir 40.3 kg (40.3) á fæti eða 16.5 kg (16.4) dilka-
kjöt. Eftir á, sem skilaði lambi, vógu lömb á fæti 54.2 kg
(52.8) og lögðu þau sig með 21.7 kg (21.2) af kjöti, en
eftir hverja á í fardögum 51.8 kg (50.3) á fæti eða 20.8
kg (20.2) dilkakjöt.
Tvílembur skiluðu nú 0.2 kg minna og einlembur 0.1
kg meira af dilkakjöti til jafnaðar en baustið 1960, en liver
ær, sem skilaði lambi gaf af sér 0.5 kg af kjöti meira en
1960, sem er einkum að þakka meiri frjósemi.
Tvílembur skiluðu 30 kg af dilkakjöti eða meira í 22
félögum eða 10 færri en árið áður. 1 eftirtöldum 5 félög-
um skiluðu tvíleinbur 32.0 kg eða meira af dilkakjöti til
jafnaðar: 1 Sf. Austra, Mývatnssveit, 34.8 kg, Sf. Hólma-
víkurlirepps, 33.8 kg, Sf. Stefni, B æjarhreppi og Sf.
Fremri-Torfustaðalirepps, 32.1 kg og Sf. Hrútfirðinga,
32.0 kg.
I 19 félögum var meðalfallþungi einlembinga 18.5 kg
eða meiri, þar af í 7 félögum 19.0 kg eða meiri, en yfir
20 kg aðeins í Sf. Austra, Mývatnssveit, 20.8 kg.
Meðalarður í dilkakjöti, meiri en 26.0 kg eftir á, sem
skilaði lambi, var í eftirtöldum 8 félögum: Sf. Austra,
Mývatnssveit, 32.0 kg, Sf. Hólmavíkurhrepps, 29.6 kg,
Sf. Mývetninga, 28.5 kg, Sf. V.-Bárðdæla, 27.2 kg, Sf.
Fellslirepps, Strand., 27.0 kg, Sf. Hrútfirðinga, 26.7 kg,
Sf. A.-Bárðdæla, 26.6 kg og Sf. Öxfirðinga 26.4 kg. Fimm
þessara félaga framleiddu 26.0 kg eða meira eftir fram-
gengna á og þrjú eftirtalin félög meira en 28.0 kg að
meðaltali: Sf. Austri, Mývatnssveit, 31.6 kg, Sf. Hólma-
víkurbrepps, 29.6 kg og Sf. Mývetninga 28.1 kg.
Ahlrei liefur nokkurt félag náð jafn glæsilegum árangri
og Sf. Austri í þetta sinn. Haustið 1960 var framleiðsla