Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 8
2 BÚNAÐARRIT
oft aö sér, hver í sínu lagi, að vinna að vissum verkefnum
og svo ræðir stjórnin urn ýmis mál sín á milli og við bún-
aðarmálastjóra á milli funda. Á árinu 1963 eyddi stjórnin,
sérstaklega formaður og ritari, miklum tíma vegna fjár-
öflunar til Búnaðarbyggingarinnar.
Endurskoðendur reikninga Búnaðarfélagsins voru eins
og að undanförnu þeir Gunnar Guðbjartsson, bóndi á
Hjarðarfelli, kosinn af Búnaðarþingi, og Sveinbjörn Dag-
finnsson, liæstaréttarlögmaður, tilnefndur af landbúnað-
arráðuneytinu.
Starfsmenn og starfsgreinar
Hér verður skýrt frá því fólki, sem starfar hjá Búnaðar-
félagi Islands eða er í svo nánum tengslum við félagið, að
það telst til starfsfólks þess. Á árinu liafa orðið nokkrar
breytingar á starfsliði, en flest fólkið liefur starfað hjá fé-
laginu í mörg undanfarin ár.
1. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, var ráðinn af
stjórn félagsins til |>ess starfs frá ársbyrjun 1963 að telja.
Hann bafði þá starfað bjá Búnaðarfélagi Islands um ald-
arfjórðungsskeið sem sauðf járræktarráðunautur þess.
Búnaðarmálastjóri er aðalframkvæmdastjóri félagsins og
stjórnar öllum starfsgreinum þess í umboði félagsstjórnar.
Hann er ritstjóri Búnaðarritsins. Fyrrverandi búnaðar-
málastjóri, Steingrímur Stein])órsson, skilaöi af sér starfi
fyrstu daga janúarmánaðar, en vann þó með Halldóri
Pálssyni að undirbúningi Búnaöarþings 1963. Ilann rit-
aði skýrsluna uin störf Búnaðarfélags íslands árið 1962 og
hætti því ekki störfum fyrir félagið fyrr en Búnaðarþing
kom saman. Eg vil færa Steingrími Steinþórssyni alúðar-
þakkir fyrir <>11 hans störf á liðnum árum í ])águ Búnaðar-
félags Islands, landbúnaðarins og þjóðarinnar allrar og
sérstaklega fyrir frábært samstarf í þann aldarfjórðung,
sem ég bef verið undir hans stjórn hjá Búnaðarfélagi
Islands.