Búnaðarrit - 01.01.1964, Side 11
5
SKÝRSLA BÚNAÖAKMÁLASTJÓRA
Búnaðarfélagi Islands. Hann er jafnframt kennari við
bændaskólann á Hvanneyri og búsettur þar.
11. Páll Zóponíasson, fyrrv. búnaðarmálastjóri og al-
þingismaður, sagði af sér eftirliti með fóðurbirgðafélög-
um og forðagæzlu frá ársbyrjun 1963, en fyrir þrábeiðni
félagsstjórnar gegndi liann þó starfinu eftir því sem beilsa
bans og kraftar leyfðu, þar til í ágústbyrjun. Þá varð liann
skyndilega fyrir alvarlegum heilsubresti og liefur legiö í
sjúkraliúsi síðan, þrolinn öllum kröftum. í byrjun sept-
ember tókust samningar við Gísla Kristjánsson, ritstjóra
Freys, um að liann tæki að sér, fyrst um sinn, eftirlit með
binni almennu forðagæzlu og með fóðurbirgðafélögunum.
Við þetta tækifæri vil ég færa Páli Zóphoníassyni alúð-
ar þakkir Búnaðarfélags Islands, samstarfsmanna lians
þar og bænda almennt, fyrir öll lians frábæru störf í þágu
félagsins, bændastéttarinnar og þjóðarinnar á langri starfs-
ævi. Það var táknrænt, að síðasta starf Páls Zóphoníasson-
ar bjá Búnaðarfélagi íslands skyldi einmitt vera eftirlit
með forðagæzlu. Hann liefur alla tíð liaft gleggri skilning
en flestir aðrir á því, að versti þrándur í götu framfara og
hagsældar í landbúnaðinum befur verið fóðurskorturinn
og skilningsleysi of margra bænda á því, að það borgi sig
ætíð að fóðra allar skepnur vel. Páll liefur unnið af eld-
legum áhuga að bættum ásetningi og bættri fóðrun. Mik-
ið varð lionum ágengt, en engum er þó ljósara en bonurn,
bve mikið vantar enn á, að þessi mál séu komin í viðun-
andi lag. Gísli Kristjánsson liefur tekið upp rnerkið, þar
sem Páll varð að leggja það frá sér, og mun berjast ótrauð-
ur lyrir meiri sigrum. Býð ég bann velkominn í þetta starf
og veit, að í þessu starfi er full þörf fyrir landskunnan
áhuga hans og dugnað.
12. Óli Valur Hansson, garðyrkjuráðunautur. Hann
annast bvers konar leiðbeiningar í garðyrkju, bu;öi bjá
þeim, sem rækta garðávexti undir berum binmi og í gróð-
urbúsum. Einnig leiðbeinir liann í skrúðgaröaræktun, eft-
ir því sem tími bans leyfir. Garðyrkjuráðunauturinn er