Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 13
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA 7
Einarsson, landnámsstjóri og Halldór Pálsson, búnaðar-
málastjóri.
Gísli Kristjánsson liefur á þessu ári annazt tilraunir á
vegum BúnaSarfélags Islands með útungun æðareggja og
uppeldi æðarunga, sjá starfsskýrslu hans. 1 september
1963 tók Gísli Kristjánsson að sér eftirlit með forðagæzlu
og fóðurbirgðafélögum, eins og skýrt er frá undir lið 11
hér að framan.
17. Ingólfur Þorsteinsson, fulltrúi, frá Langliolti, liefur
starfað á ráðningarskrifstofu landbúnaðarins og liaft á
bendi daglega stjórn hennar. Ráðningarstofan starfar allt
árið, en mest er að gera þar á vorin og frani eftir smnri,
og liafði Ingólfur þá Guðmund Jósafalsson frá Austurlilíð
sér til aðstoðar. Ingólfur vinnur, eftir J>ví sem tími vinnst
til, að ýmsum skrifstofustörfum fyrir félagið.
18. Eyvindur Jónsson, búreikningaráðunautur. Hann
stjórnar búreikningaskrifstofu ríkisins. Lagt er sérstakt fé
til hennar, samkvæmt ákvörðun Aljiingis, en Búnaðarfé-
lag Islands annast stjórn hennar og eftirlit með störfum
skrifstofunnar.
Um langt skeið hefur starfsemi búreikningaskrifstofunn-
ar veriö of lítil. Eyvindur Jónsson hefur verið þar einn til
starfa og eytt mestu af tima sínum í uppgjör búreikninga.
Hann hefur ekki liaft tíma til leiðbeininga um bagfræði-
leg efni nema í mjög smáum stíl. f lok Búnaðarj)ings 1963
tókst fyrir atbeina landbúnaðarráðherra að útvega dálitla
aukafjárveitingu til Jmssarar starfsemi, sem gerði það
kleift að ráða fulltrúa til aðstoðar Eyvindi á skrifstofunni.
19. Ö rn Ólafsson, fulltrúi, var ráðinn til starfa á bú-
reikningaskrifstofunni frá 1. maí 1963. Býð ég hann vel-
kominn til starfa J)ar.
20. Sveinn Einarsson, veiöistjóri. Að j)ví leyti er hér um
svipaða starfsemi að ræða og varðandi búreikningaskrif-
stofuna, að ríkið leggur fram fé til })ess að reka og stjórna
skrifstofunni, en Búnaðarélag Islands liefur stjórn og eftir-
lit á liendi. Yeiðistjóri vinnur að útrýmingu vargdýra í