Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 15
S K ÝIIS L A BÚNABARMÁLASTJÓRA
9
gerðir voru með liinum nýja, finnska lokræsaplógi í Iloll-
um í Rangárvallasýslu, en auk þess liefur liann nokkuð
unnið að útreikningum og endurskoðun skýrslna sauð-
fjárræktarfélaga.
23. Elías Sveinsson, kandidat frá Hvanneyri, nú við nám
í búnaðarhagfræði í Oxford í Englandi, vann lausráð-
itm í J»rjá mánuði í suinar á húreikningaskrifstofunni.
Auk þessa fólks, sem starfað ltefur hjá Búnaðarfélagi
Islands s. 1. ár, liafa nokkrir aðstoðarmenn verið ráðnir
um tíma og tíma, t. d. með jarðræktarráðunautum við
skurðamælingar og til dómarastarfa á þeim hrútasýning-
um, sem Árni G. Pétursson gat ekki mætt á.
Aðalskrifstofa félagsins
Störfin á aðalskrifstofu félagsins eru svipuð frá ári til
árs. Þar er mikið unnið við liin erfiðustu skilyrði. Þrengsli
tefja öll dagleg störf, og einnig vanhagar skrifstofuna um
nútíma skrifstofutæki, sem í senn spara vinnu og auðvelda
aukna þjónustu við bændur. Ekki liefur enn verið liægt
að flytja slarfsemi félagsins í hið nýja húsnæði þess við
Hagatorg, vegna þess að fé liefur skort til þess að innrétta
þá hæð í Bændahöllinni, sem Búnaðarfélagið og Stéttar-
samband bænda ætla að hafa skrifstofur sínar á. Nii liefur
í bili raknað úr fjárhagserfiðleikum Búnaðarhyggingar-
ínnar, og verður vonandi hægt að Hytja í hið nýja húsnæði
næsta vor.
Héraðsráðunautar og trúnaðarmenn
Samkvæmt lögum um jarðrækt og lögum um búfjár-
rækl er búnaðarsamböndum lieimilt að ráða sér /lérað.s-
rá&unauta. Þeir skulu vera framkvæmdastjórar búnaðar-
sambandanna og hafa á hendi leiðbeiningar og eftirlit, er
snerta jarðrækt og húfjárrækt, liver á sínu starfssvæði
undir yfirstjórn Búnaðarfélags Islands. Heimilt er, að
sami maður gegni hvorutveggja, jarðrækt og búfjárrækt,