Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 29
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓIÍA 23
Verðlaunin voru eigulegir munir og áletraðir með
kveðju frá Búnaðarfélagi Islands.
Bókaútgáfan
Á árinu var bókaútgáfa félagsins með minnsta móti.
Kostnaður varð þessi:
Búnaðarrit, 75. árg. og 76. árg. fyrra liefti. kr. 288.681,54
Búnaðarþing 1965 ............................... — 14.302,22
Handhók hænda 1963 ............................. — 222.458,50
Skýrslur og auglýsingar......................... — 9.815,64
Byggðir og bú (50 cint. kcypl) ................. — 22.500,00
Onnur störf
H ér að framan hefur verið gefið stutt yfirlit um störf
stjórnar Búnaðarfélags Islands og undirritaðs sem fram-
kvæmdastjóra liennar. Attk þess hef ég annazt önnur störf.
Hefur stjórn félagsins falið mér sum þeirra, en önnur
vinn ég fyrir ríkið.
1. Ég hef starfað að liluta sem sérfræðingur í búfjár-
rækt við Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans. Hef ég
fyrst og fremst umsjón með tilraunabúinu á Hesti og vinn
þar að ákveðnum tilraunum og rannsóknum.
2. Ég hef átt sæti í Tilraunaráði húf járræktar, tilnefnd-
ur af Búnaðarfélagi Islands, og verið formaður þess eins
og mörg undanfarin ár.
3. Menntamálaráðuneytið skipaði mig, eftir tilnefningu
Búnaðarfélags íslands, í Dýraverndunarnefnd í stað Stein-
grínis Steinþórssonar. Nú eiga sæti í nefndinni auk mín:
Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir, formaður, Þór Guðjóns-
son, veiðimálastjóri, Ásgeir Einarsson, dýralæknir og Þor-
steinn Einarsson, fulltrúi.
4. Þá lief ég átt sæti í byggingarnefnd Bændahallarinn-
ar síðan í ársbyrjun 1963, er Steingrímur Steinþórsson lét
af störfum í þeirri nefnd. Skýrsla um húsbygginguna fylg-
ir liér á eftir, samin af framkvæmdastjóra byggingarnefnd-
ar, Sæmundi Friðrikssyni.