Búnaðarrit - 01.01.1964, Side 35
SKÝRSLA UM HÚSBYGGINCU
29
Bæði eru lánin til 15 ára, afborgunarlaus fyrstu 2 árin,
en eiga síðan að greiðast upp á 13 árum. Lántökugjald,
ábyrgðargjabl og stimpil- og þinglestrargjald var alls
rúmlega 3% í eitt skipli. Auk þess tekur stofnlánadeildin
lA°/c árlega af eftirstöðvum lánanna, þó ekki í fyrsta
sinn. Til tryggingar lánunum er II. veðréttur í liúsinu, og
ábyrgð Ríkisábyrgðasjóðs.
Ekki er annað liægt að segja en þetta séu dýr lán, en
flest lán eru það nú á dögum, og bót er í máli, að lánin
cru innlend og því óháð gengisbreytingum.
Framkvæmdabankaláninu, 4 millj. svissneskra franka,
eða um 35.2 rnillj. kr., eins og það var í uppbafi, hefur
nú verið breytt úr 10 ára láni með 8J4% vöxtum í 15
ára lán með 8% vöxtum. Er nú liðið hátt á þriðja ár frá
því það lán var tekið, en engar afborganir verið greiddar
og vextir ekki fyrr en mi fyrir áraniótin eins og fyrr segir.
Því er litið svo á, að liðin séu a. m. k. 2 ár af lánstimi
anurn, og eiga afborganir að liefjast 31. rnarz n. k. og síðan
ársfjórðungslega lir því í 13 ár. Til tryggingar Jiessu láni
er 1. veðréttur í byggingunni.
Um áramót 1962—1963 var búið að verja um 80 millj.
króna til byggingar og innbús. Þegar Jietta er skrifað, liafa
ársreikningar ekki verið gerðir upp að fullu. En við at-
liugun lítur út fyrir, að á árinu 1963 hafi verið varið til
framkvæmdanna um 30 millj. króna. Allur kostnaður
ælti J>ví að vera komiiin upp í 110 milljónir króna.
Eru |>á allir greiddir vextir taldir til stofnkostnaðar, en
upp í J>á koma til frádráttar tekjur af húsinu meðan það
er í byggingu, sem viröist sjálfsagt eins og á stendur. Ótal-
ið er J>á gengistapiö frá 1961 á svissneska láninu, er nem-
ur um 4.6 milljónum króna, og verður að teljast lil stofn-
kostnaðar, Jiótt sú uppliæð komi húsinu ekki að neinu
gagni. Það skal skýrt fram tekið, að bér er um áætlaða
tölu að ræða varðandi kostnaðinn á s. 1. ári, en að sjálf-
sögðu verða reikningarnir lagðir fyrir byggingarnefnd,
Jiegar Jieir eru tilbúnir og endurskoðaðir.